Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Blaðsíða 96
94
MÚLAÞING
baðstofa 17x6 álnir og langhús og geymsla, hvort um sig álíka
stórt og baðstofan. Heima við bæinn óx upp fagur trjálundur,
en það upphaf að, er prestshjónin gróðursettu tré og blóm á leiði
Margretar dóttur sinnar í gamla kirkjugarðinum.
Kirkjubygging síra Sigurðar Gunnarssonar var ærið átak og
þess engin von, að hann legði í endurbyggingu bæjarins. Sú fram-
kvæmd kom í hlut síra Þórarins, og hélt hann bænum ávallt vel
við fyrir utan hinar gagngeru umbætur og viðbyggingu 1926. —
Og kirkjuna lét hann mála innan. Var hún júljuð breiðum,
plægðum panelborðum, og var málarinn svo fær í s. n. viðarmál-
un, að þegar herra Jón biskup Helgason vísiteraði staðinn upp
úr 1920, lagði hann fyrir síra Þórarin, að hefjast þegar handa
um að mála kirkjuna, enda væri með öllu ólíðandi, að kirkju-
hús stæði í áratugi ómálað. Síra Þórarinn bað biskupinn ganga
nær, og kom pá hið sanna í ljós. Dáðist hann að, enda listamaður
sjálfur með pensil.
Enn skal þess getið, sem ekki má undan falla, ]?egar tíma
síra Þórarins er minnzt á ValJjjófsstað, en f>að var bygging sam-
komuhússins 1916. Stóð ungmennafélagið fyrir framkvæmdinni
með góðum stuðningi Vaiþjófsstaðarheimilisins, en húsið reist í
landi staðarins, j?ar nálægt, sem áður var hjáleigan Gunnhildar-
gerði. Hið veglega félagsheimili Végarður er nú nærfellt á sama
stað. — Nokkru sunnar en Gunnhildargerði voru Garðar, gras-
býli, sem lítt getur í heimildum fremur en flestra hjáleigna og
smábýla, sem ekki áttu sjálfstæða tilvist eða samfellda byggðar-
sögu. Þó er nafn þessa litla ábýlis bundið sögnum, j?ví að j>aðan
var maðurinn, sem talið er, að ætti hlut að hinum hroðalega
dauðdaga Gunnlaugs smala frá Brú, er limlestur fannst á Hrafn-
kelsdal 1749. Enn sunnar var svo Miðbær. Þar var reist prest-
seturshús á lýðveldisárinu, en slíks fá dæmin, að prestsetur sé
flutt á hjáleigu víðs fjarri heimastaðnum. En þetta varð eftir
f>ann tíma, sem hér er minnzt og skal útrætt.
f 48 ára prestsstarfi var síra Þórarinn ávallt að vaxa í ræðu-
gerð, enda las hann mikið með aldri og lagði sig fram um að
kynnast andlegum stefnum og straumum. Unni hann íslenzkum
fræðum og var bókmennta vinur og mun j>að hafa fegrað ræður