Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Blaðsíða 57
múl aþing
55
verið jafnvirði 2925 álna vaðmáls. En eins og við munum, voru
120 álnir í hverju jarðarhundraði eða hverju kúgildi, pá hefur
árssalan numið sem næst 25 kúgildum eða 2,5 milljónum króna,
miðað við kýrverð 1976.
Hafi þetta verið árssalan, hefur hún á 130 árum frá Jm um
1300 til 1430 numið sem næst 3250 kúgildum eða jarðarhundruð-
um. Þau 2400 jarðarhundruð, sem deildust á milli bama Eiða-
Páls 1436, og sem fræðimaðurinn frá Hofteigi gerir leitina að,
virðist því vera komin hér til skila, og vel það.
Áður en að fullu er skilist við járngerðina á Eiðum má benda
á að hér hafa aðeins verið reiknuð til verðs 330 tonn af jámi er
svarar til jafnmargra gjallrúmmetra. Eftir era pá í hólnum
170—1130 gjallrúmmetrar eða jámtonn, miðað við að í Smiðju-
hólnum séu um 500—1500 rúmmetrar gjalls, eins og verkfræð-
ingnum taldist til.
Niðurlag
Hér að framan hefur verið gerð tilraun til að skýra upptök og
viðhald þess mikla auðs er safnaðist að þeim Eiðabændum á 14.
öld, út frá forsendum gröfnum upp í Smiðjuhólnum á Eiðum.
Hvort sem skýring þessi verður tekin gild eða ekki pá ætti hún
pó að vekja til nokkurrar umhugsunar.
Hér er ekki um hugarflug, óskhyggju eða skrifborðsfræði að
ræða, heldur blákaldar staðreyndir sem blasa við hvers manns
augum og sem hægt er að mæla og vega.
Atvinnusaga íslendinga fyrr á öldum er enn lítt rannsökuð,
t. d. jámgerðin, Þær athuganir á gjallmagni á Eiðum og í Ljár-
skógum sem hér hafa verið gerðar að umræðuefni og pær álykt-
anir, sem af peim hafa verið dregnar, gætu bent til þess að sum-
staðar á landinu hafi, pegar fram liðu stundir, verið stunduð
jámgerð í svo stórum stíl að jaðri við stóriðju á íslenskan mæli-
kvarða og hún hafi verið fleirum vegur til auðlegðar en þeim
Eiðabændum.
Reykjavík og Hallormsstað 1976.