Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Blaðsíða 110
108
MÚLAÞING
H. Þ. um upprunalega myndun nafnsins. Breyting á nafninu gat
hafa orðið á síðari öldum, en pó var hún líklega orðin fyrir 1800
og sennilega miklu fyrr, eins og áður er að vikið.
Það virðist vera með ólíkindum, að svo hátt og hrikalegt fjall
eins og Bjólfur er, skuli nokkurn tíma hafa verið kennt við hól.
Hvaðan sem til fjalls þessa er litið í Seyðisfirði, er pað girt kletta-
og hamrabeltum ofan til, en skriðum og grasgeirum neðan kletta.
Nafngiftin Býhóll hefur Jm' varla orðið til í Seyðisfirði.
Frá Fljótsdalshéraði eru tvær leiðir til Seyðisfjarðar. Önnur
Iiggur um Fjarðarheiði og Fjarðardal, hin um Vestdalsheiði og
Vestdal. Báðar þessar leiðir voru fjölfamar á þeim tímum, þegar
Héraðsbúar sóttu verslun sína á Seyðisfjörð. Fyrstu öraggar
heimildir um verslun í Seyðisfirði er verslunin á Hánefsstaða-
eyri 1792—1805. (Þá var öldin önnur III, 5—104). Ömefni er í
Seyðisfjarðarkaupstað, sem heitir Búðareyri, og er það áreiðan-
lega fornt. Líkur eru þcss vegna fyrir því, að einhvem tíma fyrr
á öldum hafi kaupskapur verið J?ar, pó engar skráðar heimildir
séu nú til fyrir því. Fyrr á tímum hafa menn einnig átt erindi á
Seyðisfjörð, pó ekki hafi ætíð verið um verslunarferðir að ræða.
Gera má ráð fyrir því, að jafnan hafi verið nokkur samgangur
milli Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar, einkum um Fjarðarheiði.
Fjarðarheiðin er um 10 km á milli brúna. Mörg glögg kenni-
leiti era ekki á þessari leið. Kollurinn á Bjólfinum er pó eitt
þeirra. Á Fjarðarheiði lítur hann út eins og ávöl hæð, sem vissu-
lega má nefna hól. Einkum hæfir það nafn vel, þegar snjór er á
heiðinni, sem jafnan er þar á vetram og langt fram eftir sumram.
Hæð þessi eða hóll hefur því verið mikilvægt kennileiti fyrir pá,
sem áttu leið um Fjarðarheiði, áður en vegur var lagður um heið-
ina. (Kollinum á Bjólfi má ekki blanda saman við Bjólfshaug eða
Hauginn, sem er miklu neðar og innar í fjallinu). Varast varð að
fara of nærri kollinum á Bjólfi, því pá var stefnt beint á klettana
í Bjólfinum, sem snúa að Seyðisfirði og era lítt eða ekki færir.
Líklegt er, að kennileiti þessu hafi verið gefið nafn. Kollurinn
á Bjólfi er nærri því beint upp af bænum í Firði. Þama var sem
sagt hóllinn upp af bænum í Firði. Þannig virðist líklegt, að ör-