Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Blaðsíða 76
74
MÚLAÞING
þaðan að Melum til Aðalbjargar Methúsalemsdóttur, sem þangað
kom ekkja frá Eiríksstöðum á Efradal og giftist Jóni A. Kjerúlf.
Enn skipti frú Kristbjörg um verustað og fór ásamt Ragnhildi
dóttur sinni til Akureyrar, par sem hún dó, hið næsta æskustöðv-
unum, vorið 1907, nær níræð. — Óvenjulega hrakningssamri ævi
mikillar fríðleiks- og gáfukonu var lokið. Kjarkur hennar hlýtur
að vekja aðdáun og hið mikla þrek í þjáningum og vanda verð-
skuldar, að nafni hennar sé haldið á loft í Valþjófsstaðar sögu.
Fyrstu búskaparárin í Möðrudal með hinum unga og íturvaxna
bónda voru beztu ár ævi hennar, eftir glaða bemsku og æsku á
menningarheimili nyrðra. En áratugur í prestkonusæti á Valþjófs-
stað, er hún hafði sigrazt á sjúkdómi sínum og naut á ný heillar
heilsu, var næst bezta ævitíðin, þótt síra Pétur gerðist gamall og
blómi ]>eirra beggja væri fölnaður.
Síra Pétur hafði sagt Val}>jófsstað lausum með misseris fyrir-
vara, svo að dr. Pétri biskupi gafst ráðrúm til að hugsa sig vel
um, áður en þessi mikli og eftirsókti staður yrði veittur. Tími
prestkosninganna var ekki runninn upp af nýju í landinu og
þurfti herra biskupinn |>ví ekki að leita álits heimamanna í Val-
þjófsstaðarsókn. Hann leitaði heldur ekki langt, því að hann lét
veita skrifara sínum, Lárusi Prestaskólakandidat frá Hofi Hall-
dórssyni, embættið hinn 17. janúar 1877 og vígði hann hinn 13.
maí um vorið, enda skyldi nýi presturinn taka við í fardögum.
Þetta var í fyrsta skiptið, sem óvígður og óreyndur prestur fekk
veitingu fyrir hinu foma frægðarsetri í Fljótsdal. Prófastur Norð-
mýlinga, faðir síra Lárusar, hefur ekki lagzt gegn hinni skyndilegu
upphefð sonarins, hafi hann verið inntur álits, sem er fullkomið
vafamál, því að bæði hafði síra Lárus áunnið sér það sjálfur með
ötulli þjónustu hjá biskupi og staðfest það og innsiglað, er hann
fekk fósturdóttur hans vorið 1876, Kristínu Guðjohnsen, en hún
var eitt hinna mörgu bama Péturs organista og tónskálds og
konu hans Guðrúnar Knudsens.
Síra Láms var 26 ára, þegar hann vígðist að Valþjófsstað.
fæddur á Hofi í Vopnafirði þjóðfundarárið, er faðir hans, síra
Halldór Jónsson prófastur, gat sér ógleymda sögufrægð fyrir að