Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Blaðsíða 93
múlaþing
91
Mýrdalsþing skömmu síðar og þá hann vígslu hinn 28. september.
Á næsta sumri kvæntist hann unnustu sinni, Ragnheiði dóttur
síra Jóns Jónssonar á Hofi í Vopnafirði, og bjuggu þau á Hvoli
til vors 1893, en síðan í Felli. — Frú Ragnheiður var mikillar
gerðar, virðuleg kona og á Valþjófsstað orðlögð fyrir myndar-
skap og rausn á stóru heimili. Hún var fædd á Mosfelli í Gríms-
nesi hinn 3. júní 1867, en þar var faðir hennar prestur frá 1855
og prófastur í ÁrnesJ?ingi um skeið, unz hann fluttist austur
að Hofi frosta- og mislingasumarið 1882. Bar svo til, er hann
var á leið að Hofi, að nokkrir Vopnfirðingar héldu í móti honum
og vildu snúa honum frá, enda æskti sóknarbömin J?ess, að síra
Jón sonur síra Halldórs á Hofi, sem verið hafði aðstoðarprestur
föður síns í 8 ár, fengi brauðið. Tókst síra Jóni að semja um,
að hann yrði árið á Hofi, með J?ví að hann væri kominn langleiðis
og hefði sleppt brauði sínu syðra. Árið rann út, en aldrei var
minnzt á, að hann viki frá Hofi. Hélt hann staðinn til æviloka
1898 og með fullum sóma. Móðir frú Ragnheiðar var síðari kona
hans, Þuríður Kjartansdóttir prests til Eyvindarhóla undir Eyja-
fjöllum Jónssonar. í MýrdalsJ>ingum var frú Ragnheiður p\í
eigi fjarri átthögum móður sinnar, en ættarböndin öll á Suður-
landi. Má ætla, að hana fýsti ekki að fara austur að Valþjófsstað
af þeim sökum, en hagkvæmar ástæður hlutu pó að ráða, því að
mildll munur var á afkomu prests í Mýrdalsþingum og á vildar-
setrinu í Fljótsdal.
Þar eð síra Þórami var veittur Valþjófsstaður undir vetur,
voru ekki tiltiök, að hann gæti fluzt J’angað, fyrr en í næstu far-
dögum. Hittist svo vel á, að síra Jón Bjarnason, síðast sóknar-
prestur í Vogi á Fellsströnd, var um þessar mundir hjá síra
Magnúsi syni sínum i Vallanesi, og tókst hann á hendur að
þjóna Valþjófsstaðar- og Ássóknum, unz síra Þórarinn kæmi
austur. Þessarar þjónustu síra Jóns sést hvergi getið, fremur en
hins, að hann aðstoðaði síra Magnús son sinn töluvert í starfi.
Var síra Jón kominn á áttræðisaldur, er þetta var, fæddur í
Finnstungu í Blöndudal 1823, en lausn hafði hann fengið frá
prestskap 1891. Töldu kirkjustjómarmenn það mikið happ, að
síra Jón var eystra um þessar mundir og á lausum kjala, því að