Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Blaðsíða 78
76
MÚLAÞING
arinnar að því, er fólk lét sér lynda, óháð siðum og reglum
valdbundinnar ríkiskirkju. Menn flýðu ekki aðeins illæri og
fátækt, er þeir leituðu til Vesturheims á landshöfðingjatímanum,
en einnig ófrelsið, höftin og venjurnar. Það er eins og andblær
frá fslendingum vestra hafi borizt til síra Lárusar á Valþjófsstað
og magnazt í hvassviðri í huga hans. Ekki J>arf langt að leita
stuðnings þeirri tilgátu: síra Jón Bjarnason, síðar forseti kirkju-
félags fslendinga í Ameríku, kom heim 1880, eftir nokkurra ára
veru og prestsstörf í Kanada, og gerðist prestur á Seyðisfirði.
Þar varð hann aðeins stutt, enda óánægður með þjóðkirkjuformið,
jzótt skylt sé, að fram komi, að árin, sem hann var í Seyðisfirði
voru hörð. Þeir síra Lárus voru svilar, en kona sfra Jóns var
Lára Pétursdóttir Guðjohnsens, og mun |>að enn hafa aukið á
kynni þeirra og samneyti. Fríkirkjuhugmyndir síra Lárusar voru
pví til komnar fyrir áróður síra Jóns Bjamasonar, sem var
mikill áróðursmaður. afskiptasamur og gagnrýninn og bar sterka
persónu, enda vel máli farinn og greindur. Og síra Lárus teygaði
vesturheimskuna í trúmálunum af þeirri ákefð, sem aðeins átti
við þar — hafi hún annars nokkurs staðar átt rétt á sér — og
hugðist verða brautryðjandi frjálsrar kirkju á íslandi. Síra Jón,
sem komið hafði þessu af stað, vissi betur hvað hentaði og fór
alfarinn til Kanada 1884.
Pétur biskup bað hið unga eftirlætisbam sitt, prófastinn á
Valþjófsstað, eins vel og hann gat að afleggja alla óvenju og fara
að gamalgróinni hefð og reglu kirkjunnar, enda yrði ekki frekar
minnzt á kæru nokkurra sóknarbænda í Fljótsdal í þessu efni.
Var biskupi málið viðkvæmt vegna þess, hve mjög hann hafði
dregið taum síra Lárusar og haldið honum fram og eins vegna frú
Kirstínar, sem var honum mjög kær. En síra Lárus var ósveigjan-
legur. Hann var svo altekinn af hinum nýju hugmyndum síra
Jóns Bjamasonar, að biskupinn varð að víkja honum úr embætt-
um kirkjunnar í júnílok 1883. Þá var síra Lárus j>cgar ráðinn
í að takast á hendur þjónustu utanj>jóðkirkjumanna í Hólma-
prestakalli, og fluttust j>au hjónin um sumarið til Eskifjarðar,
j>ar sem }>au settust að á Gmnd. Mikill baráttutími var framund-
an, og munu f>au átök hafa átt vel við síra Lárus, enda var hann