Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Blaðsíða 137
MÚLAÞING
135
Svein. Von bráðar var róið af stað áleiðis á strandstað á fiskibát
Árna og með doríuna aftan í, og voru í förinni Ámi, Sveinn,
Sigurður, Kristiansen og Lúther, en Bóas fór gangandi, eða réttara
sagt hlaupandi, á Seyðisfjörð til að láta vita hversu komið var og
fá vélbát til að draga Ölduna af strandstað ef með þyrfti.
Þegar komið var á strandstaðinn hafði fjarað undan Öldunni
og lá hún á hliðinni alveg á jmrru.
Kassi var í lestinni ]?vert um skip og í honum grjótbarlest.
Byrjað var á að tína burt grjótið. Þá vora teknar þrjár olíutunnur
sem með voru. Voru pær rígbundnar undir kjöl, tvær að aftan en
ein að framan. Atkerið var flutt út í sjó bar sem festa var góð
og lögð úr pví trossa í atkerisspilið á júlfari. Síðan var beðið
flóðs, og j?að lyfti bátnum smátt og smátt uns hann stóð réttur,
en fastur í mölinni sem fyrr að framan. Skömmu fyrir hádegi var
hafist handa við að ná bátnum á flot, vélin sett í gang aftur á
og tveir fóru á spilið að vinda inn trossuna frá atkerinu. Sldpti
pá engum togum, báturinn losnaði úr marbakkanum og fór á
flot eftir svolítið átak.
Næsta verk var að finna leið út á milli skerjanna. Þeir
Kristiansen og Árni fóru á róðrarbátnum að leita leiðar og strák-
amir reru. Sjórinn var enn kyrr og tær svo að vel sást í botn.
Fannst pví fær leið brátt eftir nægilega djúpum og breiðum álum
út úr skerjakransinum. Gekk ágætlega að fleyta Öldunni út á
rúmsjó. Ekkert sá á henni eftir strandið, ekki einusinni á stýrinu
sem va.r krækt aftan á skutinn og risti eitthvað dýpra en kjölurinn.
Að þessu loknu héldu hvorir sína leið, Kristiansen og Lúther
áleiðis að Skálum en Ámi og strákarnir heimleiðis. Ekki er Sveini
kunnugt um björgunarlaun Árna, en jæir Sigurður fengu 3 krón-
ur og 60 aura hvor fyrir björgunarstarfið og þóttust hafa gert
góðan túr að fá þetta í aurum. Um verðgildi launanna má hafa
til samanburðar, að fiskur var um jætta leyti í 5 aurum kílóið
upp úr sjó, hausaður og slægður og túrinn pví jafngildi 72 kflóa
í fiski.
Af erindrekstri Bóasar er pað að segja að hann fékk bát á
Seyðisfirði og var haldið sem hraðast norður undir fjöll. En lík-
lega hefur staðarákvörðun verið ónákvæm pví að bátverjar fundu