Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Blaðsíða 52
50
MÚLAÞING
hita fað og hamra síðan á því með sleggju svo óhreinindin hrytu
úr pví. Þessi óhreinindi voru glóandi kol, geislasíumar sem leiftr-
uðu í kringum Skalla-Grím.
Svarað spurningum
Að fengnum þessum upplýsingum um jámgerð hér á landi
og notkun þess, ætti að vera hægt að snúa sér að spurningunum,
sem vöknuðu með okkur við Smiðjuhólínn á Eiðum og fyrr er
getið.
Sú hin fyrsta var um, á hve löngum tíma gjallhaugurinn hefði
orðið til, og í framhaldi af henni mætti bæta annarri við hess efnis,
hvort pað hafi verið mögulegt að bræða svo mikið jám sem haug-
urinn bendir til við |uer aðstæður, sem fyrir hendi voru.
Áður var á það minnst að miðað við pað jarðlag, sem myndast
hafði frá pví að síðasta gjallmolanum var varpað í hauginn,
hefði jámvinnsla hætt á Eiðum um miðja 15. öld. Virðist þessi
tímasetning koma vel heim við pá ágiskun fræðimanna að inn-
flutningur jáms hafi byrjað um svipað leyti. Þess má geta í þessu
sambandi að yngstu leifar rauðablásturs í Svíþjóð vom frá árinu
1466 samkvæmt rannsóknum jæim, sem áður var getið og stuðst
er við í þessum athugunum.
Á meðan að ekki verða aldursgreind viðarkolin sem neðst era
í gjallhaugnum, verður ekkert um J>að sagt hvenær fyrsta gjall-
molanum var í hann kastað.
Eiða er ekki getið í Landnámu, en um eitt þúsund, þegar atburð-
ir þeir er Droplaugarsonasaga greinir frá gerast þar, er þar komið
stórbýli. Sé reiknað með að jámgerð hafi byrjað þar nokkru fyrr,
er ckki ólíklegt að hún hafi haldist þar við í 5 aldir, og sé miðað
við að Eiðar hafi verið stórbýli allar þessar aldir, og notað á
ári mesta magn þess jáms, sem notað var á stórbýlum, segjum 20
kg m. a. vegna útgerðar þeirrar er Eiðabændur ráku, hefðu það ver-
ið 10 smálestir jáms sem með þurfti öll þau 500 ár sem jámgerðin
stóð, og hefði það magn svarað til jafnmargra rúmmetra af þess-
um 500—1500 rúmmetra haug.
Já —- hann er svona stór haugurinn og því varð hún til fram-
haldsspumingin hvort hugsanlegt sé að möguleikar hafi verið