Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Blaðsíða 49
MÚLAÞING
47
Að fengnum þessum upplýsingum, hljóta að vakna í huga
manns ýmsar spumingar eins og t. d. þessar:
Á hve löngum tíma varð pessi gjallhaugur til?
Hvað hefur farið til heimilisnota af öllu pessu jámi?
Hvað var gert við umfram-framleiðsluna?
Hverjir vora kaupendur?
Hvað var upp úr pessari jámsölu að hafa á þessum tíma?
Hverju nam auðlegðin sem þeir fomu Eiðabændur kröfðu hinn
vindgráðuga smiðjubelg um, svo notuð séu orð og hugsun land-
námsmannsins og bóndans á Borg á Mýrum, Skalla-Gríms Kveld-
úlfssonar?
Áður en leitast verður við að svara fyrrgreindum spumingum,
verður stuttlega gerð grein fyrir þróun og framkvæmd jámgerðar
til foma.
Jámgerð og jámsmíðar voru nátengdar iðngreinar allt aftan
úr grárri fomeskju, Talið er að jámgerð sé orðin algeng í Noregi
og SvíJjjóð um 200 árum fyrir Kristburð og í Danmörku enn fyrr
eða um 500 ámm f. Kr. Jámgerð hefur ]>ví verið þckkt í Noregi
í um eitt þúsund ár áður en landnámsmenn byrjuðu á henni á
íslandi.
Mýrarauðinn er járnhydroxíð, sem fellur út í vötnum eða blaut-
um jarðvegj, mýrum, fyrir áhrif af járnbakteríum (Ath. Jóns Jóns-
sonar jarðfræðings), sem notaður var til jámgerðarinnar, er málm-
blendingur sem berst með vatni upp á yfirborð jarðar. Hann er
algengur hér á landi og sést víða til hans, ýmist sem mógult
járnryð, mórauður leir í mýrum, jámbrá á mýrarvatni eða pá
sem rauðir taumar í hh'ðum, uppeftir þornuðum lækjarfarvegum.
Rauðinn er mjög misgóður til járngerðar. Fer það eftir ýmsu
þó einkum járn- og kísil-innihaldi hans, par sem kísillinn bindur
jámið í gjallinu við bræðsluna. eins og áður hefur verið sagt. Má
í þessu sambandi benda á rauðasýnin frá Eiðum, sem áður hafa
verið nefnd, par sem járninnihaldið var frá 24% og upp í 66%
á tiltölulega takmörkuðu svæði. Það hefur pví verið mikill vandi
að velja heppilegan rauða til jámgerðarinnar hér áður fyrr og við-
urnefnið Rauða-Bjöm, sem nefndur er í Landnámu (I. bls. 87)
vafalítið dregið af }>eim hæfileikum hans að geta valið góðan