Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Blaðsíða 130
128
MÚLAÞING
(ísl. I, 202) og að talið hafi verið, að Austfirðingafjórðungur hafi
fyrst albyggður verið (fsl. I, 175). Ennfremur er frá því greint,
að: „millum Hornafjarðar og Reykjarness varð seinast albyggt".
Hluti af þessu svæði var talið til Austfirðingafjórðungs, p. e.
svæðið frá Hornafirði og vestur að Fúlalæk (Jökulsá á Sólheima-
sandi). Hér gætir því ósamræmis, að því er varðar þann hluta
Austfirðingafjórðungs, sem er vestan Hornafjarðar. Þessi missögn
er þó vart frá Kolskeggi komin.
Það er sennilegt, að Austfirðir hafi fyrst verið byggðir í landinu.
Þangað var skemmst að fara. Landtaka er víða auðveld, a. m. k.
allt suður að Lóni og búseta bjargvænleg á mörgum stöðum bæði
við sjávarsíðuna og inn til landsins. Það sem Landnáma greinir
frá landnámi þar, er vafalítið frá Kolskeggi komið. Meiri efi er
um það, hvort hann hafi sagt frá landnámi í Skaftafellssýslum.
Margt er þó sagt þar, sem er svo líkt frásagnarhætti í Austfjörð-
um, að líklegt er, að það sé og frá honum komið, sjá t. d. II. A
8,—14.
Eins og fyrr segir var Kolskeggur uppi á 11. öld. Það eru því
sennilega um 150 ár iiðin frá komu fyrstu landnámsmannanna til
Austfjarða, þegar Kolskeggur segir frá þeim og landnámi þeirra.
Margt fyrnist á skemmri tíma. En Kolskeggur sagði heldur ekki
margt frá þessum mönnum. Frásögn hans greinir nöfn þeirra og
land það, sem þeir námu, svo og syni sumra þeirra. Aðra afkom-
endur nefnir hann ekki yfirleitt, en segir víða, að þeir séu frá land-
námsmönnum eða sonum þeirra komnir og kennir marga þeirra
við byggðina eða bæjarnöfn, sbr. II. A. Hann nefnir og nokkrar
ættir án þess að kenna þær við ákveðna staði, sbr. II. B. Hann
getur fárra atburða. Frásögnin um vetursetu Loðmundar og land-
nám hans við Fúlalæk er sennilega frá Kolskeggi komin. Hitt
sem um Loðmund er sagt, er ólíkt öðrum sögnum hans frá Aust-
fjörðum og er sennilega frá öðrum komið. Ýmsra atburða er getið,
einkum í Skaftafellssýslum, sem ástæða er til að ætla, að ekki sé
frá Kolskeggi komið og aðrir menn eigi þar hlut að máli.
Þó að frásagnir Kolskeggs séu frá löngu liðnum mpnnum og
landnámi þeirra, eru miklar líkur til að þær séu áreiðanlegar.
Kynslóð eftir kynslóð hefur rætt um þá, sem fyrstir námu land