Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Blaðsíða 172
170
MÚLAÞING
1891, 18. ágúst: 28 sildar voru í Sveins neti. 25. ágúst: nóg sfld.
1895, 2. september: Þá fengu Norðmenn 30 tunnur af sfld.
1895, 24. september: Þá drógu Norðmenn fyrir hér í innra.
1895, 10. október: Þá tóku Norðmenn pað seinasta upp úr lásn-
um — tveir nótabátar fullir og 2 smábátar.
1896, 20. ágúst: í nótt sem leið kváðu allir hafa fengið síld og
nógur fiskur.
1896, 1. sept.: Þá fengust 127 sfldar og 214 fiskar.
1896, 8. sept.: Fóru Norðmenn með 4 nótabáta fulla af síld
og 3 í dag.
Um 1930 hófst nýtt sfldveiðitímabil á Austfjörðum. Þá bjuggu
í Friðheimi Magnús Tómasson og Ólafur Ólason, synir Tómasar
og Óla Ólafssona frá Firði. Á þessu tímabili reyndist sfldin oft
liggja lengi inni á Mjóafirði og pví hófu þeir frændur að veiða
hana í landnætur (lása) í firðinum. Aflann seldu peir svo í beitu
víðsvegar um Austfirði og varð þctta oft til að bjarga vorvertíð
hjá Austfjarðabátum og skal skýrt frá dæmi um pab\
Vorið 1933 urðu Homafjarðarbátar algerlega beitulausir í
aprfllok og vertíðin hafði verið mjög léleg pann vetur á Höfn.
Ólafur Sveinsson frá Firði rak pá verslun í sambandi við útgerð-
ina og verbúðimar á Homafirði og gerði þeim Magnúsi og Ólafi
aðvart um beituvandræðin. Þeir áttu 45 faðma langan nótarstúf
og í hann náðu þeir 120 tunnum af sfld, fóra síðan strax með 60
tunnur á báti sínum, Gandi, til Homafjarðar. Sfldinni var skipt
niður á bátana á Höfn og næsta dag komu pe\v hlaðnir að landi.
Fleiri bátar vora fengnir til að flytja sfldina, p. á. m. Aldan frá
Seyðisfirði. Magnús og Ólafur lögðu línu á Homafjarðarmiðum
og komu heim aftur úr ferðinni með 24 skippund af fiski, mestallt
hausað og slægt, pví báturinn bar ekki nema 10 tonn. Verðið á
sfldinni var 15 krónur tunnan komin á Homafjörð. Alls fóra þeir
3 ferðir frá 1.—10. maí og voru j)á bátar á Höfn búnir að fá
meðalvertíð. Gæftir voru góðar þessa daga og pví var einstök
heppni að pessi sfld skyldi berast, og verða til að bjarga afkomu
útgerðar á Homafirði. Einn báturinn, Björg frá Neskaupstað,
fékk þessa daga 150 skippund (af fullverkuðum Spánarfiski).
Þetta var upphafið að beitusíldaröflun þeirra Magnúsar og