Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Blaðsíða 116
114
MÚL AÞING
Það er augljóst, að j?að sem hér hefur sagt verið, sannar ekki,
að Bjólfur hafi verið kristinn, pegar hann nam Seyðisfjörð eða
áður en hann dó. Hafi hann hinsvegar verið trúfastur ásatrúar-
maður, er líklegt, að næstu afkomendur hans hafi einnig ástundað
pá trú. Ásbjöm loðinhöfði sonarsonur hans átti Ingileifu frá
Krossavík, sem vafalítið var kristin kona. Það er pví ekki senni-
legt, að synir hennar hafi iðkað ásatrú.
Á sumrinu 1938 var ákveðið að byggja votheysgryfju á Þórar-
insstöðum í Seyðisfirði. Þegar grafið var fyrir gryfjunni, var komið
niður á mannabcin. Skilmerkileg frásögn um beinafund jænnan
er í Árbók Hins íslenska fornleifafélags, samin af Sigurði Magnús-
syni, sem hafði umsjón og vann að votheysgryfjunni (Árbók
Forn. 1970, 75—78).
Líklegt er, að menn, sem á bestu árum ævi sinnar stunduðu
farmennsku, hafi kosið sér legstað, þar sem gott útsýni var til
hafsins. Gott útsýni j?angað er á sumum stöðum á norðurströnd
Seyðisfjarðar inn til Vestdals. Á suðurströnd fjarðarins og úr
fjarðarbotninum sést eiginlega hvergi til hafs frá innri miðhluta
fjarðarstrandarinnar. Frá suðurströndinni sést fyrst til hafs, þegar
komið er út fyrir Háahraun, sem er í landi bæjarins Þórarinsstaða.
Frá jæim bæ er útsýni ágætt til hafsins, einkum frá brekkunni
austan við bæinn, par sem votheysgryfjan var grafin og manna-
beinin fundust 1938.
Þegar haft er í huga, að Bjólfur lét af hendi alla norðurströnd
Seyðisfjarðar, ]>cgar Helga dóttir hans var gefin Áni inum ramma,
var að líkindum ekkert land í eigu niðja ísólfs, j>ar sem gott
útsýni var til hafsins, fyrr en komið var út fyrir Háahraun.
Sennilegt er, að niðjar j>eirra feðga, Bjólfs og ísólfs, hafi látið
jarðsetja sig í hinum foma grafreit á Þórarinsstöðum.
Full ástæða er til ýtarlegrar rannsóknar fomleifafræðinga á
grafreit þessum.
(1978—1979).