Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Blaðsíða 70
68
MÚLAÞING
sínum, lamaður á geðheilsu síðustu 27 æviárin. Allan þann tíma
voru því Klyppstaðarprestamir kapelánar hans og munu hafa
greitt honum nokkuð til uppheldis af kallinu. Veiting prests fyrir
brauði var æviráðning, svo sem raunar enn er skipað, og var
síra Guðmunidi heimilt að sitja utan prestakallsins, er hann hafði
fengjð leyfi til að fela aðstoðarpresti þjónustuna. Var brauðið
pi nánast lén. Hinn langi tími, sem síra Guðmundur sinnti ekki
um brauð sitt, er ekki einsdæmi, en margir sóknarprestar héldu
kapelána lengi mjög. Hitt er óvenja, að hann sat ekki á staðnum,
en í fjarlægri byggð. Kirkjan á Klyppstað átti enga nálæga jörð,
sem aðstoðarprestur gæti setið og alls óvíst, að nokkur prestur
entist til að vera á staðnum ásamt síra Guðmundi vegna þung-
lyndis hans og sérkenna. En hvað, sem um það er, má minnast
hins, að síra Pétur reyndist þegar hinn bezti klerkur í Loðmund-
arfirði og undi þar vel, enda J?ótt hann tæki Berufjörð að veitingu,
er kostur var á, pví að stöðumunur aðstoðar- og sóknarpresta
var mikill, en ekki sýnilegt lát á líkamsheilsu síra Guðmundar
né sennilegt, að segði Klyppstað lausum í bráð.
Fljótsdalurinn var sveit uppruna og æsku síra Péturs. Faðir
hans, Jón vefari Schiöld, var sonur síra Þorsteins Stefánssonar á
Krossi í Landeyjum og konu hans Margretar Hjprleifsdóttur
prests á Valþjófsstað Þórðarsonar. Síra Þorsteinn hafði verið ung-
ur djákni á Skriðuklaustri og síðan aðstoðarprestur síra Hjörleifs
um hríð. Síra Vigfús Ormsson var kvæntur Bergljóti systur Jóns
vefara, sem frá var sagt í þættinum um hann í síðasta hefti Múia-
þings, svo að síra Pétur var bundinn Valþjófsstaðarprestum
venzla- og skyldleikaböndum, en fæddur var hann á Amheiðar-
stöðum, par sem foreldrar hans bjuggu 1800—1812. Jón Þorsteins-
son var fæddur 1771 og sigldi ungur til Damnerkur, j>ar sem
hann lærði vefnað, er hann vann mjög að, er hann var heim
kominn af nýju 23 ára. Var hann almennt kallaður Jón vefari
af iðn sinni, en Vefaraætt kölluð frá honum. Er j?að fjölmenni,
sem síra Einar Jónsson fræðaprófastur á Hofi gerir grein í Ætt-
um Austfirðinga nr. 6315 o. áfr. Kona Jóns og móðir síra Péturs
var Þórey Jónsdóttir frá Torfastöðum í Jökulsárhlíð Stefánssonar.