Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Blaðsíða 56
54
MÚLAÞING
verður lítillega að gera sér grein fyrir gangverði á jámi á þessum
tíma.
í hinum elstu verðskrám frá því um 1100, að talið er, er talað
um þrjár mismunandi tegundir járns, blástursjám, hrájámið eins
og það kemur úr bræðslunni, fellujám og teint jám. Vættin (40
kg.) af blástursjámi kostaði V aura, sami þungi fellujáms VI aura
en teint járn talið metfé, það er, að verð þess fór eftir því hvemig
umsamdist milli seljanda og kaupanda hverju sinni.
Þeir aurar sem hér er talað um era aurar silfurs og samkvæmt
verðskránni jafngilti hver eyrir 6 álnum vaðmáls. Samkvæmt
þessari verðskrá voru því hver 40 kg. fellujáms jafnvirði 30 álna
vaðmáls. Reikna verður með að algengasta sölujámið hafi verið
fellujám, enda pá fyrst orðið nothæft til smíða. Þær tvær tilvitn-
anir í íslenskum fornsögum sem áður hafa verið tilfærðar segja
einmitt frá þessari hreinsun blástursjámsins í fellujám. Til fróð-
leiks og umhugsunar má hér geta þess, að Jón Jóhannesson lætur
þess getið í fslendingasögu sinni, fyrra bindinu (bls. 358) að
lögauraskrá sú sem hér hefur verið vitnað til frá því um 1100
eins og sagt er í fsl. fombréfasafni (I. 162—167) muni naumast
vera eldri en frá pví um 1200. og í verðskrá frá svipuðum tíma
sé ákveðið að alin hver af teindu jámi sé jafndýr alin vöravað-
máls. (fsl. fbrs. T. 318).
Það gæti stutt þessa tilgátu Jóns, að þegar komið er fram um
1200 hafi verið orðið nauðsynlegt að verðleggja jám, þar sem
verslun með það hlýtur að hafa aukist jafnhliða pví sem skógarnir
eyddust.
Að fengnum þessum upplýsingum um fomt jámverð, förum við
að geta nálgast endanlegar niðurstöður þessa máls. Svo sem fyrr
sagði jafngiltu 40 kg. fellujáms 30 álnum vaðmáls, en vaðmáls-
alinin var hin foma verðeining, líkt og krónan er nú. Samkvæmt
sömu lögauraskrám og hér hafa verið nefndar, var eitt jarðarhundr-
að metið á 120 álnir, hvort tveggja jafnvirði einnar kýr og því
kallað kúgildi. Og nú kemur niðurstaðan á þessum reikningi
okkar.
Hafi árssala Eiðabænda numið sem næst 3,3 tonnum jáms, eins
og áætlað var hér að framan, eða 3300 kílógrömmum, hefði það