Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Blaðsíða 122
120
MÚLAÞING
Það er því ekki líklegt, að nafnið hafi myndast vegna þingbúða
sem par hafi verið, sbr. búðirnar á Þingvöllum. Ólafur Ólavíus
getur Búðareyrar í Reyðarfirði í ferðasögu sinni (II, bls. 126) og
segir: „Þar stóðu verslunarhús írsku kaupmannanna forðum“.
Aðrar heimildir um verslun fra á Reyðarfirði eru ekki kunnar.
Ó. Ó. getur og Búðareyrar á Seyðisfirði og segir, að sagt sé, að
J?ar hafi fyrrum staðið verslunarhús erlendra kaupmanna (II. bls.
123). Hann nefnir og Búðareyri á Djúpavogi, en pað ömefni er
mér tjáð að þekkist ekki lengur. Ó. Ó. nefnir verslunarhús. Eftir
pví að dæma hefur verslun erlendra kaupmanna ekki verið í
tjaldbúðum. Ó. Ó. var á ferð um Austurland á ámnum 1775—
1777.
Örnefnin Búðareyri eru sennilega mjög forn. Mér virðist l>ví
líklegt, að pau séu mynduð vegna tjaldbúða, par sem kaupskapur
hafi farið fram.
Það er líklegt, að Þorleifur hafi afgreitt kaupskip sín við Búðar-
eyri í Reyðarfirði. Höfn er þar ágæt og auðvelt að athafna sig við
út- og uppskipun. Auk pess liggur Búðareyrin afar vel við kaup-
skap eða verslun bæði í Reyðarfirði og á Fljótsdalshéraði.
Það er athygli vert, að sama ömefni er við fjarðarbotn Seyðis-
fjarðar, par sem Þorkell svartaskáld bróðir Þorleifs mun senni-
lega hafa rekið kaupskap um sama leyti og Þorleifur, en e. t. v.
eitthvað síðar. Mér er ekki kunnugt um önnur Búðareyramöfn á
fslandi en þessi tvö. Það er líklegt, að pau hafi bæði orðið til
vegna kaupskapar bræðranna Þorleifs og Þorkels, pó nú finnist
engar heimildir fyrir því, að svo hafi verið. Þess má raunar geta,
að Þórarinn í Seyðisfirði bróðir heirra kann einnig að hafa komið
við sögu í sambandi við farmennsku eða kaupskap, pó engar
heimildir séu heldur fyrir pví.
IV.
Krossavíkumafnið helst fram á 17. öld, en 1645 er Vöðlavík
orðið hið almenna nafn á víkinni (Byggð og saga bls. 327—328).
Prófessor Ólafur telur, að fyrsti bær í víkinni hafi verið nefndur
Krossavík, en nú sé enginn bær í víkinni með því nafni. Hann
telur líklegt, að Þorleifur kristni hafi byggt par kirkju. Einn bær
er par, sem heitir Kirkjuból. Telur Ólafur, að pað virðist líklegt,