Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Blaðsíða 176
174
MÚLAÞING
flestum bæjum á Mið-Héraði hafi komið í „hvaleriudum“ en einn-
ig er minnst á menn frá Vopnafirði, Akureyri, Hlíð, Jökuldal og
Fljótsdal og að sjálfsögðu frá næstu fjörðum norðan frá Borgar-
firði allt til Djúpavogs. Suðurfjarðamenn hættu }>ó að sækja hval
til Mjóafjarðar eftir að hvalveiðistöðvar risu í Hellisfirði og í
Eskifirði. Verkamenn að sunnan komust líka fljótt upp á lag
með að afla sér hvalafurða til að senda suður bæði til eigin heim-
ilisnota og til sölu og urðu talsverðir flutningar á tunnum með
strandferðaskipunum, einkum eftir að skipið „Austri“ kom til
sögunnar vorið 1910. Það var fengið til að koma inn að bryggju
á Asknesi til að taka tunnumar. Nokkrir verkamenn munu hafa
fengið þarna drjúgan aukaskilding, og yfirmenn á hvalstöðinni
greiddu vel úr fyrir )>eim með }>etta. Fjarðarmenn og aðrir Mjó-
firðingar nestuðu sig vel með hvaðeina, sem hægt var að geyma,
kjöt saltað í tunnum, rengi, sporðhval og rót í súm og hvalmjöl
til fóðurbætis. Þá fluttu peir kynstur af grút og úrgangi heim á
tún til áburðar. Það var gert á sleðum á vetrum, eingöngu frá
innri hvalstöðinni og sátu Fjarðarmenn einir að þessu hagræði,
sem hefði orðið gífurlegt, ef flutningatækni hefði verið sú sem
hún er nú.
Víkjum nú að innri stöðinni. Hún stóð inn við fjarðarbotn í
Hamarsvík í fjarðarkróknum að sunnanverðu. Lauritz Berg flutti
þangað starfsemi sína frá Dýrafirði, þegar hvalagengd gekk til
Jmrrðar fyrir vestan, lrkt og Ellefsen. 19. febrúar 1903 hóf hann
að flytja timbur í land og 23. febrúar em 14 fslendingar þar í
vinnu, „allir upp á 2 kr. 25 aura um daginn". Verkstjórinn við
bygginguna hét Sörensen. 7. mars er íbúðarskálinn kominn undir
)>ak, pví nóttina áður svaf fólkið í landi í fyrsta sinn. 30. mars
vom katlamir halaðir upp og þann dag var stöðvarhúsgrindin
langt komin. 9. maí koma 30 manns með norska skipinu „Heim-
dal,“ 11. maí er komið með fyrsta hvalinn „og )>á var í fyrsta
sinn kveikt upp í hinni nýju hvalveiðistöð — síðar um daginn kom
bátur með annan hval“. 31. maí á hvítasunnuhátíð em 27 hvalir
komnir til Bergs. 9. júní koma bæði skip útgerðarinnar með kol
frá Englandi og 15. júní koma fyrstu 3 Héraðsmennimir með 13
hesta þangað til að ná sér í bita. 24. júní var farið með 57 hval-