Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Blaðsíða 109
MÚL AÞING
107
frammi og uppi í fjallinu. Þar er hæð eða hóll, sem heitir Haugur.
I nánd við Hauginn voru nýttar engjar um aldamótin 1900 og
e. t. v. síðar og líklega oft á fyrri öldum. Engjablettir þessir eru
kenndir við Hauginn og heita Haugmýrar.
Þó ég sé harðla ánægður með niðurstöðu H. Þ., einkum um
tilveru Bjólfs landnámsmanns og raunar einnig með skýringu hans
á ömefninu Bjólfur, held ég, að skýra megi örefnið á annan veg.
Ég man eftir því, að amma mín, Sigríður Vilhjálmsdóttir á
Hánefsstöðum, nefndi fjallið Bjólf stundum Býhól. Hún fluttist
að Hánefsstöðum um 1857 frá Brekku í Mjóafirði. Skömmu síðar
giftist hún Snjólfi sym Snjólfs F.inarssonar bónda par. Hann bjó
J’ar frá 1836 til æviloka. Þangað fluttist hann frá Firði í Seyðis-
firði, par sem hann bjó árin 1817—1836. Faðir hans Einar Áma-
son var ættaður af Héraði og bjó á ýmsum bæjum, síðast í Stakka-
hlíð í Loðmundarfirði, áður en hann fluttist að Firði. Þar bjó
hann síðan fiá pví um aldamótin 1800 til æviloka. Hann dó 1817.
Það er ótrúlegt, að feðgarnir Einar og Snjólfur hafi ekki J>ekkt
rétt nafn á fjallinu fyrir ofan bæinn í Firði, þar sem þeir bjuggu
samtals í 36 ár. Það er heldur ekki sennilegt, að Einar Ámason
hafi breytt nafni fjallsins, þcgar hann kom í Fjörð. Það getur
vart orkað tvímælis, að amma heyrði nafnið Býhóll hjá manni
sínum eða tengdaföður, pví áreiðanlega hefur hún ekki búið pad
til. Það er J>ví nærri víst, að Bjólfur hefur verið nefndur Býhóll
um 1800 og lengi síðan. Það er og víst, að fjallið hefur borið
Býhólsnafnið löngu fyrir 1800.
Þéttbýlið við fjarðarbotninn í Seyðisfirði myndast fyrst eftir
miðja 19. öld. Þangað safnaðist fólk úr ýmsum áttum í landinu
og raunar einnig margir Norðmenn, einkum á síldarámnum
miklu J>ar eystra á síðasta fjórðungi 19. aldar. Á J>ví tímabili er
liklegt, að menn hafi almennt hætt að kalla fjallið Býhól. Vera
má, að útlendingamir hafi átt sinn J>átt í J>ví. Þess ber að gæta, að
orðið Bjólfur er J>jálla í framburði en orðið Býhóll. Einnig má
ætla, að nafn landsnámsmannsins hafi orkað nokkru um J>að. að
fólk hætti að nota Býhólsnafnið og tók alfarið að nefna fjallið
Bjólf.
Það sem nú var sagt, J>arf engan veginn að hagga niðurstöðu