Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Blaðsíða 108
106
MÚLAÞING
f tímariti Hins íslenska bókmenntafélags Skírni, sem er nýlega
komið út, er grein eftir Helga Þorláksson, er hann nefnir Sjö
örnefni og Landruima, (bls. 114—161). Þar er m. a. fjallað um
Bjólf landnámsmann og örnefnið Bjólfur. H. Þ. telur, að fjallið
beri nafn Bjólfs og eðlilegt sé að hugsa sér, að Bjólfur hafi dáið
í fjallið og nafn hans þá flust á pað. H. Þ. færir fram ýmsar líkur
fyrir þessari tilgátu, svo að mér virðist hún vera prýðilega rök-
studd. Öll er grein H. Þ. hin athygliverðasta.
Mannsnafnið Bjólfur pekkist v/st ekki nú á dögum og mun
vart finnast í fomritum vorum nema í Landnámu, par sem land-
námsmanns Seyðisfjarðar er getið. Gunnar Gunnarsson skáld
endurvakti pó nafnið í riti sínu Kirkjan á fjallinu og nefnir eina
sögupersónu sína Bjólf Böggvi (Böggvir).
Sumum finnst mannsnafnið Bjóifur skáldsagnakennt og álíta
jafnvel, að Bjólfur hafi aldrei verið til. Annað mannsnafn ekki
ólíkt því er mannsnafnið Snjólfur, sem nú er því miður að hverfa
sem slíkt. (Ýmsir hefðu kosið, að hinn ágæti maður, Sigurbjörn
Snjólfsson, frá Gilsárteigi, hefði gefið einhverjum sona sinna
nafnið Snjólfur). Bæði þessi nöfn eru líklega mynduð af úlfur með
viðskeytunum Bæ- eða Bý- og Snæ-, p. e. Bæúlfur eða Býúlfur =
Bjólfur og Snæúlfur = Snjólfur.
H. Þ. er hinsvegar þeirrar skoðunar, að Bjólfur hafi verið til,
og telur, að Kolskeggur fróði, sem er heimildarmaður um Bjólf,
hafi e. t. v. verið frá honum kominn. f grein, sem ég reit í Múla-
þing (8. hefti 1976) og nefndi Hugleiðingar um landnám í Seyðis-
firði, eru færðar líkur fyrir því, að Kolskeggur fróði sé 5. maður
frá Bjólfi.
H. Þ. getur þess, að um 1870 hafi Seyðfirðingar nefnt Bjólfs-
fjall ýmist Býólfsfjall, Bjólf eða Býhól (Safn II, bls. 442 l). Hann
telur líklegt, að Býólfur sé upprunaleg mynd nafnsins. Hann segir
orðrétt: „Vera má að menn hafi í myndinni Býólfsfjall þóst finna
heiti haugsins Býhóll, en framburðurinn er e. t. v. ungleg uppátekt
lærðra manna“. Til skýringar má geta þess, að munnmæli herma,
að Bjólfur hafi látið heygja sig á stað nokkrum allnokkuð hátt
1) Skammstafanir heimildarita eru skírðar í heimildaskrá