Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Blaðsíða 126
124
MÚLAÞING
f þessum staflið er fólkið, sem þar er nefnt, annaðhvort kennt
við landnámin eða bæjarnöfnin og ýmist talið frá landnámsmönn-
um eða sonum þeirra. Það hallast ekki á um j>að, j>ví 7 eru í hvor-
um hópi. Við landnámsmenn er miðað í 4.—6. og 8.—11. lið og
við syni Jjeirra í 1.—3., 7. og 13.—14. lið.
Spumingin er, hvort frásögnin er aðeins handahófskennd í þess-
um tilvikum, eða hvort um sé að ræða raunverulegan efnismun.
Niðjar sonar eru að sjálfsögðu niðjar föður hans. Það er hinsvegar
ekki þar með sagt, að niðjar föðurins séu allir einnig niðjar son-
arins. Það er því raunvemlegur munur á því, hvort niðjar em
taldir frá föður eða syni. Ætla má, að Kolskeggur hafi t. d. gert
sér grein fyrir þessu og álykta verður samkvæmt því.
B.
Hér eru taldir landnámsmenn, landnám og synir landnáms-
manna, sjá þó 1. tl„ sem nafngreindar ættir eru komnar frá.
1. Eyvindur nam Mjóafjörð. Hrafn sonur hans seldi landið
Þorkatli klöku. Þaðan er Klökuætt.
2. Krumur nam land á Hafranesi í Reyðarfirði og víðar þar.
Þaðan em Krymlingar komnir.
3. Vémundur nam Fáskrúðsfjörð. Frá Ölmóði syni hans em
Ölmæðingar komnir.
4. Herjólfur nam land til Hvalnesskriðna. Frá Vopna syni
hans em Væpningar komnir.
5. Skjöldólfur nam Stræti og nærlæg lönd. Frá Háleygi syni
hans er Háleygjaætt komin.
Hér em nafngreindar ættir, taldar komnar frá landnemum eða
sonum þeirra. Af þcssu liggur nærri að álykta, að hinar nafn-
greindu ættir hafi ekki lengur verið í tilgreindu landnámi, þegar
frásögnin var skráð, heldur hafi þær pá verið fluttar til annarra
staða í landinu.
C.
Nokkurra landsnámsmanna er getið og landnáms þeirra, en af-
komendur eru ekki kenndir við stað, ætt eða nánar getið.
1. Ævar var fyrst í Reyðarfirði, áður en hann fór upp um
fjall. (Hans er getið annars staðar í Landnámu og nefndur inn
gamli, bróðir Brynjólfs og nam Skriðdal).