Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Blaðsíða 90
88
MÚLAÞING
að verða læknir. Mun hann hafa haft lítið bú bæði á Ási og
Valþjófsstað, en hélt bændur jafnframt eins og Gunnar Helga
bróður sinn á Valþjófsstað. Þeir, sem lesið hafa Fjallkirkjuna
eftir Gunnar skáld son hans, gera sér staðarlífið á Valþjófsstað
í hugarlund og pá röskun, sem á varð, er síra Sigurður tók sig
upp og fluttist í fjarlægt hérað.
Hann gerðist æ meiri bókamaður og fráhverfðist veraldar-
vafstur, en þráði hvíld frá erfiði daganna og pæv náðir, er veitt
gæti hlé til að kafa dýpst í þankans djúp. Heilsugóður var hann
pó sem jafnan fyrr, er hann fór frá Valþjófsstað, enda talinn
knár maður og glíminn vel á yngri árum, en ávallt fimur og snar
í hreyfingum. Þótt hann ler.ði sig svo mjög eftir bóklestri og
íhugun. dró hann sig ekki að öðru leyti í hlé frá ytri umsvifum
en í pví að hætta búskap. Hann varð prófastur Snæfellinga þegar
vorið 1895 og þingmaður Sunnmýiinga var hann fram til 1899.
en Snæfellinga tvisvar síðar, 1909—1911 og 1914—1915. Á pingi
var hann kunnur af pjóðrækni og ættjarðarást. Stafaði friði
drenglundarmannsins, en berlega kom fram, sem í preststarfinu,
samúð hans með heim, sem minna mega sín. í landsmálum var
hann frjálslyndur og víðsýnn sem í guðfræðiskoðúnum, en par
var hann gersamlega hafinn yfir kreddur og kenningaöfgar. Hann
var bjartsýnn trúmaður, sem gleggst má greina af því, að hann
óskaði, að páskasálmurinn Sigurhátíð sæl og blíð yrði sunginn
við útför sína. Síra Sigurður dó í ársbyrjun 1936 og talaði síra
Ásmundur Guðmundsson yfir moldum hans, en síra Ásmundur,
sem pá var orðinn prófessor við Háskóla íslands, hafði tekið
við Helgafellsbrauði af síra Sigurði og síðar kynnzt áliti Héraðs-
búa á honum, er hann var búsettur á Héraði, skólastjóri á Eið-
um. Síra Sigurður sagði af sér prests- og prófastsstörfum 1916
vegna raddbilunar og fluttist til Reykjavíkur, par sem hann var
upp frá pví. Stundaði hann par bóklestur af kappi og töluverð
ritstörf, en fátt eitt er prentað eftir hann. — Frú Soffía læknaðist
ekki af meini sínu pó að kæmi í sjávarloftið, en pó lifði hún í
8 ár í Stykkishólmi. Yngsta barn ’pcirra, Sigríðnr María, sem var
aðeins 17 ára, f>egar móðir hennar dó, hugsaði eftir J>að um heimili
föður síns af mikilli nærfærni og alúð. Hún var síðar lengi ensku-