Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Blaðsíða 204
202
MÚLAÞING
ekki, svo vitað sé, ritað neitt um hana. En ’pað gerðu þeir báðir
séra Bjöm Halldórsson og Magnús Ketilsson, sýslumaður.
Sennilega verður aldrei vitað, hvenær bær séra Páls á Pálshús-
hólnum hefur verið rifinn og jafnaður við jörð, né heldur hvenær
matjurtagarður hans í fjárhúsbrekkunni hefur verið lagður niður.
Hvort þetta hefur gerst á jjeim 11 árum, er séra Páll var prestur
á Kirkjubæ eða eftir lát hans í Vallanesi 1782, verður sjálfsagt
aldrei leitt í Ijós. — En þegar faðir minn varð prestur í Vallanesi
1892, voru tveir óvenjulega stórir matjurtagarðar heima við gamla
prestssetursbæinn, annar í skjóli bæjarhúsanna, en hinn í skjóli
Eldhúshólsins.
II
Eftir að ég ritaði grein mma í Morgunblaðið 16. febrúar 1975,
„Forvitnileg ömefni,“ hef ég nú, með aðstoð Harðar Ágústsson-
ar, fombyggingafræðings og listmálara, fundið í Landsbókasafn-
inu úttekt á Vallanesi frá 27. maí 1851, er séra Einar Hjiörleifsson
verður j?ar prestur eftir séra Guttorm Pálsson. í úttektinni er
kirkju og kirkjugripum lýst af mikilli nákvæmni, svo og öllum
húsum staðarins, en að síðustu segir J>ar:
,,Með byggingum má einnig telja kálgarð framan við bæinn
8 faðma á annan veg, 6 faðma á hinn og jarðeplagarð utan við
túnið hér um 17 faðma á annan veginn og 15 faðma á hinn veginn
Þetta virðist mér sanna óvéfengjanlega þá tilgátu mína, að séra
Páll Guðmundsson hafi, er hann varð aðstoðarprestur í Valla-
nesi hjá frænda sínum, séra Stefáni Pálssyni, árið 1752 til 1766,
reist sér á eigin kostnað bæ á Pálshúshólnum og gert sér kartöflu-
garð í umræddri fjárhúsbrekku utan við túnið. Markverðast er, að
parna skuli vera greint frá stærð beggja garðanna og heimagarð-
urinn nefndur kálgarður, p. e. rófnagarður, en hinn stærri jarð-
eplagarður, p. e. kartöflugarður, sem á þessum tíma Jrekktust ekki
á Austurlandi og hvergi á landinu nema á tveim stöðum á Vestur-
landi. Sérstaka athygli vekur, að kálgarðurinn heima hjá gamla
bænum er aðeins 48 ferfaðmar að stærð, en kartöflugarðurinn í
fjárhúsbrekkunni utan við túnið, um 500 metra frá gamla bænum