Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 60
58
MÚLAÞING
Upphéraðsvegur o. fl.
Upphéraðsvegur tengist Austurlandsvegi norðan Lagarfljótsbrúar
og liggur um Fell, Fljótsdal, Skóga og á Austurlandsveg hjá Úlfsstöðum
á Völlum. Myndar þannig hálfhring um ofanvert Lagarfljót. Vegurinn
frá brúnni um Fellin að Melgræfum innan við Valþjófsstað í Fljótsdal
var tekinn í þjóðvegatölu 1933, nefndist þá Upphéraðsvegur. í annan
stað tekinn í þjóðvegatölu sama ár Skóga- og Fljótsdalsvegur, af Aust-
urlandsvegi hjá Úlfsstöðum á Völlum, um Hallormsstað, Víðivelli og
yfir væntanlegar brýr á Kelduá og Jökulsá hjá Melgræfum og tengdist
þar Upphéraðsvegi. Nafnið Skóga- og Fljótsdalsvegur féll síðar niður,
enda var þetta partur af Upphéraði.
Fyrir 1933 töldust vegir á allri þessari leið til sýsluvega og tengdust
saman í Fljótsdal með ferju (lögferju) á Jökulsá hjá Hrafnkelsstöðum.
Eins og annars staðar á sýsluvegum miðuðust vegabætur við að lagfæra
verstu torfærur og leggja brautarstúfa yfir blautar mýrar, einnig að
brúa læki og jafnvel ár, ef þær voru mikill farartálmi. Eftir að vegalögin
voru sett 1907 átti að miða vegagerðina við kerrufæra vegi. Af fram-
kvæmdum frá þessum fyrri tímum má nefna að árið 1903 var gerð brú
úr timbri á Ormarsstaðaá í Fellum og litlu síðar á Svíná og Þorleifará.
Miðað var við að brýrnar væru færar klyfjahestum.
Árið 1928 var steypt brúin á Grímsá hjá Hvammi á Völlum, bogabrú.
mikið mannvirki á sínum tíma. Kostuð af sýsluvegafé að !ó, brúarsmið-
ur var Valgeir Jónsson. Um líkt leyti var steypt brú á Hafursána, og
mátti heita að skröltfært mætti kalla á bíl í Hallormsstað 1930.
Eftir að vegir þessir komust í tölu þjóðvega 1933 komst meiri skriður
á lagningu þeirra. Þá mátti heita að akfært væri orðið inn undir Þor-
leifará í Fellum. Árin 1934 og 1935 er akfær vegur lagður þaðan upp
að Brekku í Fljótsdal, læknissetrinu. Lögðu Fella- og Fljótsdalshreppur
fram Vs kostnaðar við þessa vegagerð, mun það hafa ráðið úrslitum
um að í framkvæmd þessa var ráðizt. Verkstjóri var Pétur Sigurðsson
frá Hjartarstöðum. Brýr voru byggðar úr steinsteypu 1935 á Þorleifará,
Ormarsstaðaá og brú á Hrafnsgerðisá, voru þar stöplar steyptir en gólf
úr timbri. Brúarsmiður var Karl Friðriksson, hann sá víða um brúar-
byggingar um þessar mundir.
Nú hefir vegur þessi allur verið endurbyggður og víða breytt vegar-
stæði, frá Lagarfljótsbrú inn fyrir Skeggjastaði og æði kaflar þar fyrir
innan. Ný brú byggð áÞorleifará 1971 ogendurbætt brúiná Hrafnsgerð-
isá 1956. Brúarsmiður Sigurður Jónsson á Sólbakka í Borgarfirði.