Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 176
174
MÚLAÞING
„Við vorum á hreppsnefndarfundi daginn sem Þorsteinn dó,“ sagði
Jón, „og einmitt að ræða einhvern stuðning hreppsins við hann, þegar
komið var inn og okkur sagt frá andláti hans.“ Hann hafði þá legið
rúmfastur um vikutíma, virtist ekki þungt haldinn, og hafði brugðið
sér niður af loftinu. Eftir skamma viðdvöl niðri lagði hann í stigann
og hafði fetað sig upp nokkrar rimar, er hann féll og var örendur.
Þau Jón og Sigurlaug héldu til haga reytum hans - og um haustið,
„ár 1945, 16. nóvember á föstudag fór fram opinbert uppboð að Eiðum
á eftirlátnum eigum Þorsteins Magnússonar,“ stendur í uppboðsbók-
inni, bókað af Þórhalli Jónassyni hreppstjóra á Breiðavaði.
Boðnar voru upp 100 bækur, ein og ein í númeri, og auk þess sett
af íslendingasögum, „kassi með bókum“ og 8 númer af dönskum
blöðum. Þetta hljóp á 874 krónur. Auk þess fór grammafónninn undir
hamarinn og plöturnar, mest dans- og sönglagaplötur, og kaupandi
Björn Sigbjörnsson á Litla-Bakka húsbóndi Páls bróður Þorsteins.
Verð kr. 510,00. Á 105 krónur fóru 2 kofort og 2 bókaskápar, en
sængurfatnaður, klæðnaður og skór á 229 krónur. Alls komu inn 1718
krónur fyrir jarðneskar eigur fjósamannsins, og er þá mál að snúa sér
að þeim sem ekki voru metnar til fjár.
SKRIF OG MENNTIR
Þorsteinn varð áreiðanlega fyrir menntunaráhrifum á Eiðum. Enda
þótt búfræðin höfðaði ekki til hans, lærði hann dálítið í dönsku af
hinum leiðu bókum og fljótlega las hann danskar bækur og blöð fullum
fetum. Einnig lærði hann esperantó, byrjaði að grufla í því upp úr
1910, taldi Þórhallur, ásamt Gunnlaugi bróður Þórhalls. Áhuginn kom
frá Gunnlaugi. Hann var þá í skólanum um 15 ára að aldri hjá Bergi
Helgasyni skólastjóra. Þeir notuðu kennslubók eftir Þorstein Þorsteins-
son hagstofustjóra (útg. 1909). Það var talið að Steini væri vel að sér
í þessu máli, læsi það og skildi sæmilega, en talaði stirðlega. Þessi
vitnisburður um skilning og tal var hafður eftir séra Jakobi Jónssyni,
sem kvað hafa hitt hann á Eiðum um 1930 og talað við hann. Allmargar
af bókum Þorsteins voru á dönsku og esperantó. Eitthvert slangur af
þeim bókum keypti eg á uppboðinu eftir hann, en þar sem eg er ekki
esperantisti, stakk eg þeim í kassa og sendi Baldri Ragnarssyni frá
Eskifirði, og það var einmitt hann sem bað mig að spyrjast fyrir um
Þorstein vegna skrár eða tals esperantista á íslandi. Þar mun Þorsteinn
hafa komist á prent 20 árum eða svo eftir andlátið.