Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 35
MULAÞING
33
smíðað brú þessa, þeir Friðrik Gíslason og Bjarni gullsmiður. Þessa
brú tók af ánni í miklu flóði og vatnavöxtum sem urðu 1935. Akfær
vegur var kominn í Hrafnabjörg 1933, en það ár voru enn sett ný
vegalög. Voru þá margir aðalvegirnir á Héraði og víðar teknir í þjóð-
vegatölu, og fór þá að komast nokkur skriður á gerð akfærra vega um
Austurland.
Áfram var haldið vegarlagningu út Hlíð eftir sveitinni endilangri,
þannig að akfært mátti kallast að Ketilsstöðum, yzta bæ um 1946. Brú
var byggð á Fossá hjá Hallgeirsstöðum, timburbrú, 1935. Síðar steypt
brú á þessa á 1961, brúarsmiður þá Sigurður Jónsson. Vegurinn lá um
brú á Kaldá niður af Sleðbrjótsseli er byggð var úr steinsteypu 1913.
Halldór Arnórsson bróðir Hannesar brúarsmiðar. Kostuð að einhverju
leyti af sýslu og hreppi. Áður hefir þess verið getið að sett var brú úr
timbri á þessa á 1899, en hún sligaðist niður undan snjóþunga veturinn
1902. Fyrst var ekið yfir Sauðá en hún brúuð 1947, en tengd 1949.
Brúarsmiður var Jónas Þórarinsson, Hrafnabjörgum.
Árið 1974 var Kaldá brúuð neðar og veglínu breytt í samræmi við
það. Á árunum 1961 til 1962 var Fögruhlíðará brúuð á þremur stöðum
til að koma bæjunum Fögruhlíð, Torfastöðum, Háafelli og Skriðufelli
í vegarsamband. Auk þess var áin brúuð hjá Bakkagerði 1966ásjálfum
þjóðveginum. Um smíði allra þessara brúa sá Sigurður Jónsson nema
neðri brúna á Kaldá 1974. Brúarsmiður þá Haukur Karlsson frá Reyð-
arfirði.
Þótt akfær vegur kallaðist vera kominn frá Fossvöllum að yzta bæ í
Hlíð 1946, var það eins og víðar ófullkominn ruðningsvegur, lítt eða
ekki uppbyggður nema í mýrum þar sem blautast var. Leitazt var við
að þræða mela og þurra móa, þar sem einungis þurfti að slétta og laga
til fyrir bíla. Mönnum var það efst í huga að fá eitthvert vegarsamband
til að losna að mestu við flutning á klökkum eða kerrum, á þetta við
um alla vegina um sveitirnar austanlands. Það þurfti því að endurbyggja
þessa vegi að mestu leyti. Vegurinn um Hlíð hefir nú 1984 verið endur-
byggður svo til allur, vegarstæði víða breytt og brýr byggðar á ár og
læki eins og áður segir. Það var líka annað og auðveldara að fást við
vegagerð eftir að vélar, jarðýtur og fleiri tæki komu til sögunnar um
og eftir 1950.
Jón ísleifsson verkstjóri stjórnaði vegagerð í Hlíð þar til hann lét af
störfum 1934. Við verkstjórn tók þá Unnar Benediktsson er nokkur
ár bjó á Hallgeirsstöðum í Hlíð. Hann var víðar verkstjóri í vegagerð
og vann undir umsjón og eftirliti Einars Jónssonar eins og aðrir verk-
3