Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 24
22
MÚLAÞING
þörf bænda og annarra fyrir því að komast í vegarsamband og lagði
því áherzlu á að teygja vegina sem lengst, en fé var af skornum skammti
þá eins og oft fyrr og síðar, samt miðaði ótrúlega vel með handverkfær-
unum einum sem í fyrstunni var til að dreifa. En meiri skriður komst
á uppbyggingu vega þegar vinnuvélarnar komu til sögunnar upp úr
heimsstyrjöldinni síðari.
Þegar Einar varð sjötugur 1955 lét hann af starfi umdæmisverkstjóra
og hvarf til Reykjavíkur. Þar átti hann íbúð og þar hafði fjölskyldan
dvalizt meira og minna að vetrinum þau ár sem hann var í starfi hér
eystra.
Við umdæmisverkstjórn á svæði því er Einar hafði haft, tók Egill
Jónsson 1955 skagfirzkur maður. Hann hafði áður verið verkstjóri hjá
vegagerðinni í Skagafirði og síðar í Norður-Þingeyjarsýslu og á Langa-
nesströnd. Hann fluttist þá til Reyðarfjarðar og hefir búið þar síðan
ásamt fjölskyldu sinni. Egill var vinsæll í starfi sínu og hafði glöggt
auga fyrir lagningu vega, fylgdist vel með allri nýbreytni hvað vegagerð
varðaði og notfærði af því það er til bóta horfði.
Egill lét af starfi í árslok 1977 þegar hann varð sjötugur. Var þá
svæðinu skipt í tvennt. Syðri hlutinn, firðirnir sunnan Seyðisfjarðar og
vegurinn um Fagradal og Mjóafjarðarheiði, en nyrðri hluti Héraðið
og vegirnir til Seyðisfjarðar, Borgarfjarðar og Loðmundarfjarðar, einn-
ig um heiðar og öræfi Norður-Múlasýslu að sýslumörkum á Biskups-
hálsi, svo og Vopnafjarðarsvæðið. Þessi breyting hafði það í för með
sér að tveir urðu yfirmenn hvor á sínu svæði, svokallaður rekstrarstjóri
búsettur á Reyðarfirði og héraðsstjóri búsettur á Héraði.
Guðjón Þórarinsson fékk rekstrarstjórastarfið á syðra svæðinu, en
ég sem þetta rita varð héraðsstjóri á nyrðra svæðinu. Áður hafði ég í
mörg ár séð um allt vetrarviðhald á þessu nyrðra svæði í samráði við
umdæmisverkstjórann á Reyðarfirði. Hann gat eðlilega ekki sinnt því
starfi frá Reyðarfirði, enda öll tæki sem til þurfti staðsett á Héraði.
Ég lét af starfi 1981 fyrir aldurs sakir. Við tók þá Guðni Nikulásson
frá Arnkelsgerði á Völlum. Allt frá því um 1940hafði ég verið verkstjóri
í vegagerð, starfað að lagningu og viðhaldi vega á sumrin undir stjórn
umdæmisverkstjóranna, Einars Jónssonar og síðar Egils Jónssonar, og
séð um vetrarviðhald á nyrðra svæðinu allt frá því um 1940.
Það kom aðallega í minn hlut og míns flokks að sjá um lagningu og
viðhald vega á Upphéraði og allt suður á Breiðdalsheiði. Einnig um
Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar og vegi í Seyðisfirði. Víðar á svæðinu
kom minn flokkur við sögu við lagningu vega ef svo bar undir. Fyrstu