Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Page 24

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Page 24
22 MÚLAÞING þörf bænda og annarra fyrir því að komast í vegarsamband og lagði því áherzlu á að teygja vegina sem lengst, en fé var af skornum skammti þá eins og oft fyrr og síðar, samt miðaði ótrúlega vel með handverkfær- unum einum sem í fyrstunni var til að dreifa. En meiri skriður komst á uppbyggingu vega þegar vinnuvélarnar komu til sögunnar upp úr heimsstyrjöldinni síðari. Þegar Einar varð sjötugur 1955 lét hann af starfi umdæmisverkstjóra og hvarf til Reykjavíkur. Þar átti hann íbúð og þar hafði fjölskyldan dvalizt meira og minna að vetrinum þau ár sem hann var í starfi hér eystra. Við umdæmisverkstjórn á svæði því er Einar hafði haft, tók Egill Jónsson 1955 skagfirzkur maður. Hann hafði áður verið verkstjóri hjá vegagerðinni í Skagafirði og síðar í Norður-Þingeyjarsýslu og á Langa- nesströnd. Hann fluttist þá til Reyðarfjarðar og hefir búið þar síðan ásamt fjölskyldu sinni. Egill var vinsæll í starfi sínu og hafði glöggt auga fyrir lagningu vega, fylgdist vel með allri nýbreytni hvað vegagerð varðaði og notfærði af því það er til bóta horfði. Egill lét af starfi í árslok 1977 þegar hann varð sjötugur. Var þá svæðinu skipt í tvennt. Syðri hlutinn, firðirnir sunnan Seyðisfjarðar og vegurinn um Fagradal og Mjóafjarðarheiði, en nyrðri hluti Héraðið og vegirnir til Seyðisfjarðar, Borgarfjarðar og Loðmundarfjarðar, einn- ig um heiðar og öræfi Norður-Múlasýslu að sýslumörkum á Biskups- hálsi, svo og Vopnafjarðarsvæðið. Þessi breyting hafði það í för með sér að tveir urðu yfirmenn hvor á sínu svæði, svokallaður rekstrarstjóri búsettur á Reyðarfirði og héraðsstjóri búsettur á Héraði. Guðjón Þórarinsson fékk rekstrarstjórastarfið á syðra svæðinu, en ég sem þetta rita varð héraðsstjóri á nyrðra svæðinu. Áður hafði ég í mörg ár séð um allt vetrarviðhald á þessu nyrðra svæði í samráði við umdæmisverkstjórann á Reyðarfirði. Hann gat eðlilega ekki sinnt því starfi frá Reyðarfirði, enda öll tæki sem til þurfti staðsett á Héraði. Ég lét af starfi 1981 fyrir aldurs sakir. Við tók þá Guðni Nikulásson frá Arnkelsgerði á Völlum. Allt frá því um 1940hafði ég verið verkstjóri í vegagerð, starfað að lagningu og viðhaldi vega á sumrin undir stjórn umdæmisverkstjóranna, Einars Jónssonar og síðar Egils Jónssonar, og séð um vetrarviðhald á nyrðra svæðinu allt frá því um 1940. Það kom aðallega í minn hlut og míns flokks að sjá um lagningu og viðhald vega á Upphéraði og allt suður á Breiðdalsheiði. Einnig um Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar og vegi í Seyðisfirði. Víðar á svæðinu kom minn flokkur við sögu við lagningu vega ef svo bar undir. Fyrstu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.