Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 153
MÚLAÞING
151
Séra Magnús stofnaði nýbýli á Jaðri í Vallaneslandi, bjó þar myndarlega og byggði vegleg
hús, íbúðar- og útihús. Hér er mynd af íbúðarhúsinu tekin um 1974. - Ljósm. Héraðsmyndir
EgUsstöðum.
upp víðs vegar um iandið, að öll tóku þau upp nafnið Búnaðarsamband,
auk sams konar starfssviðs sem Sambandið okkar. Og enn síðar hefur
nafnið færzt út til margs konar félaga- og stéttar-Sambanda, svo að
það virðist orðið fast í málinu.
Síðasta verk fundarins þennan síðari fundardag var að kjósa bráða-
birgðastjórn eða framkvæmdanefnd til þess að vinna að frekari fram-
gangi félagsins, semja uppkast að lögum fyrir það, er leggjast skyldi
fyrir væntanlegan aðalfund 1904 til samþykktar. í nefndina voru kosnir
við sr. Einar og, að því er mig fastlega minnir, Jónas Eiríksson skóla-
stjóri á Eiðum. Skiptum við svo verkum, að sr. Einar væri formaður,
eg ritari og Jónas gjaldkeri, sem var létt verk þetta árið, þar sem engar
voru tekjurnar. Eftir fundinn átti nefndin fund með sér og ákvað að
reyna að ná inn í samtökin þeim búnaðarfélögum, sem til voru á
sambandssvæðinu auk þeirra er mætt höfðu á fundinum, svo og að fá
hreppsnefndir til þess að gangast fyrir stofnun búnaðarfélaga í þeim
hreppum, þar sem slíkt var ekki fyrir. Að þessu var þá unnið veturinn
1903 - 1904. Og með því að allt varð að gjörast með bréfaskriftum,
kom öll vinnan á ritarann. Og hún var ekki svo lítil, því að svo þurfti
að skrifa að tilgangurinn skildist.
Á aðalfundi félagsins sumarið eftir hinn 22. júní 1904 var samþykkt
lagafrumvarp stjórnarinnar og lagðir frumdrættir að starfsáætlun fyrir
Sambandið næsta ár. Gat þó vart um annað verið að ræða en undirbún-