Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Side 61
MÚLAl’INCi
59
Frá Brekku að Valþjófsstað var nokkuð sjálfgerður bílvegur um slétt
nesin þegar stuðst var við áðurgerða brautarstúfa og ekið á vöðum yfir
árnar. Eftir að lagður var vegur um Brekkuteig um 1940 voru árnar
Hengifossá og Bessastaðaá brúaðar 1944, brúarsmiður Sigurður
Björnsson, voru brýrnar tengdar vegnefnunni það sama ár. Árið 1948
og 1949 var lagður vegurinn um nesin milli brúnna og steyptar allar
rennur á læki. Vegurinn fyrir ofan Klaustur var lagður 1945. Mátti
heita að vel akfær vegur væri kominn í Valþjófsstað 1950, þótt skrölt-
andi væri á bíl þangað um 1936. Lélegur en þó akfær vegur þaðan inn
Norðurdal að Egilsstöðum í Fljótsdal um svipað leyti.
Eins og áður er getið var brúarstæði á Jökulsá í Fl jótsdal upphaflega
ákveðið við Melgræfur skammt innan viö Valþjófsstað og á Kelduá á
Hrakhamarshyl, um leið komust þá bæirnir í Múlanum auðveldlega í
vegarsamband. Heimamenn margir voru ósáttir við þessa fyrirætlan
og vildu fá brýrnar á árnar meira miðsveitis. Varð niðurstaðan sú að
brúa árnar utan við Valþjófsstað, þar sem þær voru að mestu komnar
í einn farveg og setja sérstaka brú á Kelduá nokkru innar vegna byggð-
arinnar í Múlanum. Varárið 1951 lagðurvegur af Upphéraðsvegi niður
yfir Valþjófsstaðanes að Jökulsá og brúargerð hafin á hana og Kvísl
úr Kelduá það sama ár. Þeirri brúargerð lokið 1952 og steyptir stöplar
að Kelduárbrúnni, brúarsmiður Þorvaldur Guðjónsson, þekktur maður
víðar við brúarbyggingar.Lokið var Kelduárbrúnni árið á eftir, sá um
það verk Sigurður Jónsson Sólbakka, með því að setja á stöplana
stálbita og timburgólf. Varð það ár akfært í Langhús og að Glúmstaða-
bæjum norðan í Múlanum 1954, síðar í Glúmstaðasel. Vegur á bæi
sunnan í Múlanum illa fær að Þorgerðarstöðum 1958.
Eftir að brúin kom á Jökulsá var hafizt handa um gerð akvega um
Austurbyggð í Fljótsdal, og þá fyrst lagðist lögferjan niður á ánni. Að
Víðivöllum ytri og Klúku varð strax akfært er brýrnar komu og síðar
á innri bæina, en vegur þangað lélegur til þessa. Brú á Sturluá utan
við innsta bæinn, Sturluflöt, byggð 1974. Vegur kominn út að Hrafn-
kelsstöðum 1956. Áður eða um 1947 höfðu bændur þar sjálfir gert
vegruðning heim til sín frá Hallormsstað færan jeppum og litlum
trukkbíl. Brú á Gilsá á mörkum Fljótsdals- og Vallahreppa byggð 1958,
brúarsmiður Sigurður Jónsson. Árið eftir lagður vegur að brúnni að
innan og hún tengd.
Eins og áður getur var að nafninu til kominn akfær vegur frá Austur-
landsvegi hjá Úlfsstöðum að Hallormsstað 1930, meðan vegurinn var
enn og hét sýsluvegur. Þessi vegur hefir nú svo til allur verið endur-