Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 158
156
MÚLAÞING
lagi, annar bletturinn c. 3A dagslátta og hinn c. 114. Um haustið eða
vorið eftir plæginguna rauk eg til og notaði tækifæri til að herfa og
valtra minni blettinn, sem var fast við túnjaðarinn. En til allrar ham-
ingju var þá ekki tækifæri til þess að gjöra stærri blettinum sömu skil.
Og vegna alls konar annríkis bæða heima og heiman lágu móaflög
þessi ósnert í fjögur ár og örtuðust sem nú skal greina: Stærra flagið
(óherfaða) fór þegar á öðru ári að sýna talsverðan vott að puntvexti,
sem þó varð miklu meiri þriðja árið. En fjórða sumarið var það svo
alþakið puntgresi, er óx upp af grasbrún plógstrengjanna, er flestir
lágu á hliðinni, að til var að sjá sem samfelld grasbreiða, er gekk í
öldum fyrir vindi og punturinn eftir því hávaxinn. En gengi maður um
það, kom í ljós að ekkert gras né vottur gróðurs var í plógförunum
né heldur á þeirri hlið strengsins er upp sneri, heldur aðeins þétt röð
puntstöngla upp úr graskanti strengsins. Bar svo punturinn saman til
að sjá. Hins vegar voru plógförin orðin hálffull af svörtum leir, er
skolazt hafði í leysingum og stórrigningum, og máske eitthvað fokið í
þurrstormum niður í þau frá botnhlið og yfirborði strengsins á þessum
árum. En úr þessum svarta leir var rauði liturinn og hið eitraða járn
horfið og veðrað burt. Með öðrum orðum: stórfelld jarðvegsbót farin
fram. Vorið eftir, eða tæpum fimm árum eftir plægingu, lét eg herfa
flagið og ganga frá því með nokkrum áburði, er þítt var c. 4 þuml. á
klaka. Og á öðru sumri sló eg það sjálfur með sláttuvél minni, og var
það þá orðið sæmilegt tún. Á sama tíma var ekki komið stingandi strá
upp úr minna flaginu, er eg hafði látið herfa strax og loka, svo að það
gat ekki veðrast í plægingu. Af þessu lærði eg það, að skaðlegt væri
að láta flög ekki liggja lengur eða skemur í plægingu, eftir jarðveginum,
og lengst þar sem aðalefni hans væri hinn ófrjóvi, rauði járnleir. Annað
sem eg lærði af Elliðaplægingunni var það, að ofverk væri tveim hestum
að draga plóg, er plægja skyldi jörð með grasrót. Hversu léleg sem
grasrótin var, settust ræturnar á plóghnífinn og þurfti sífellt að strjúka
þær af með köflum, ef ekki var nægur krafturinn fyrir plógnum til þess
að þræla honum gegnum þýfið með öllu saman. Var það til stórtafa
og hestunum þó misboðið, því að sjaldan var strokið af fyrr en þeir
stóðu fastir.
Frá og með 1906 bauð Sambandið árlega fram félagsplægingar í
búnaðarfélögum á Sambandssvæðinu árangurslaust. Lokatilraun í
þessa átt var gerð 1910 með sérstakri áherzlu. Skyldu þær plægingar
fara fram sumarið 1911. En það var eins og að berja í klettinn. Reyndi
stjórnin þá prívatleiðina og sneri sér til einstaklinga í flestum hreppum