Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 192
190
MÚLAÞING
kom í vísitasíuerindum. Nokkrirgestir
komu. Sótt timbur út í Dalinn.
25. F. Sunnan gola, þykkmikið loft,
heitt veður. Tekið upp úr görðum.
Keyrður áburður á tún. Mokað frá
kjallaratröppum hússins o. fl. Sótt
timbur.
26. L. Alveg sama veður og sama
vinna að öðru en því að hlaðið var upp
að og tyrfðir 3 svarðarhlaðar. Sótt
timbur út í Dalinn. 1 kaupamaður fór
í burtu og 1 piltur á skólann kom í
staðinn.
27. S. Sunnan gola, blítt veður,
þykkt loft, sólskinslaust. Glímufundur
e. m. Heimamenn héldu fund f. m.
Allir heima. I kaupamaður úr Gróðr-
arstöðinni fór.
28. M. Alveg sama veður að öðru
leyti en því að rigndi talsvert um
kvöldið. Smalað fé í heimalöndum og
afréttum um daginn. Fluttur sandur.
Búnaðarsambandsfundur og skóla-
stjórnarfundur10 á eftir.
29. P. Sunnan gola þykkt loft, sól-
skinslaust, rigning um kvöldið. Dreift
úr áburði á túni. Fluttur sandur. 1
vetrarstúlka kom, ráðskona.
30. M. Sama veður, rigning, þurr-
viðri e. m. Enn skólastjórnarfundur.
Keyrðar heim rófur. Grafinn skurður.
Mokað rusli út úr kjallaranum o. fl.
Slátrað 2 kindum.
Skýringar
1. Þessi tjörn er á milli ása í grósku-
mesta skóglendinu á Eiðum skammt
suðvestur af heimahúsum. Stör vex í
tjörninni þar sem grynnst er.
2. Áveitugerð í framkvæmd. Árang-
ur áveitu í þessari blá: 70 hestburðir
áður en áveitan kom, 285 hestburðir
eftir að áveitan var gerð.
3. Sláttuvél kom í Hjaltastað 1906.
Par eru miklar véltækar engjar. Eiða-
búið átti ekki sláttuvél á þessum tíma
og reyndar ekki fyrr en 1931 er þeir
Páll Hermannsson og Þórhallur á
Breiðavaði keyptu sláttuvél í félagi.
4. Geitagerði heitirstaður, harðvell-
isholt með tóttum og garði umhverfis
og túnbleðil, í ásunum suðvestur af
Húsatjörn.
5. Víðines yst og austast í landareign
Eiða, engjasvæði í námunda við beit-
arhús. Þjóðvegurinn liggur um nesið
skammt innan við Hjartarstaðabrú á
Gilsá.
6. Á sennilega að vera „fyrsta sinni. “
Mun eiga við kvíaærnar, sem hætt
hafði verið að sitj a yfir um þetta leyti.
7. Reyðarfjarðardali.
8. Beitarhús skammt inn af Víðinesi.
9. Séra Einar Jónsson á Kirkjubæ.
Sóknarprestur var séra Vigfús Þórðar-
son á Hjaltastað.
10. Skólastjórn = skólanefnd.
Októbermánuður
1. F. Vestan golahæg, heiðskírt veð-
ur og sólskin. Farið á Seyðisfjörð með
nokkra hesta. Skólapiltar í akkorðs-
vinnu að skurðgreftri í fitinni. Keyrður
áburður á tún og breiddur. Enn skóla-
stjórnarfundurinn.
2. F. Suðvestan gola, skýjað loft,
stillt veður. Áburðarvinna á túni.
Keyrður heim sandur. Smiðirnir byrj-
aðir að steypa kjallaragólfin. Þvotta-
starf o. fl.
3. L. Suðvestan gola hæg, þykkt loft,
talsverð rigning fram undir kvöld við
og við. Komið af Seyðisfirði aftur.
Áburðarvinna á túni. Skurðvinna f
mýri.
4. S. Suðvestan hægur vindur, mikið
heiðskírt veður. Flestallir heima.