Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 124
122
MÚLAÞING
Grímsbás í Hrafnsgerdisárgili séður austan frá. Hleðslan og dyrnar sjást greinilega. - Mynd höf.
ferkantaður bás, um 5 m á lengd og um 2 m breiður að meðaltali.
Heldur er vistarvera þessi lág, aðeins um 1.20 m fram við vegginn, en
gólfið hefur eflaust hækkað með tímanum. Það er nú hulið mold og
smásteinum sem fallið hafa úr loftinu í skútanum, gróið arfa og
burknum. Innst í básnum eru nokkrar leifar af hálfrotnuðum beinum,
sem virðast vera kindabein. Engin rannsókn hefur annars farið fram
á gólfskáninni. Veggurinn er vandlega hlaðinn úr völdu hellugrjóti,
sem einnig myndar skútaþakið, og gæti að hluta verið losað þaðan, til
að hækka hann. Dyr eru austan á veggnum, heldur mjóar, aðeins um
1 fet neðst, en um víddina að ofan verður ekki sagt, þar sem hrunið
er öðru megin úr veggnum. Meðalþykkt veggjarins er um Vi m. Ekki
hef ég komið auga á annað sem vitni um mannvist í skútanum, t. d.
sést hvorki eldstó né rúmstæði.
Er þá að huga að því hvaða tilgangi hleðslan í Grímsbásnum gat
þjónað, og til hvers hann hefði verið notaður. Samkvæmt minni reynslu
af fornminjaskoðun, voru það helzt stekkar, sem byggðir voru í giljum,
enda voru þeir aðeins notaðir stuttan tíma yfir sumarið. Nú vill svo
til, að tveir stekkar eru þekktir í Hrafnsgerðislandi af örnefnum og
minjum, og eru þeir báðir úti í landinu, mun lengra frá bænum, en
við Grímsbás er ekkert örnefni sem vísar á stekk. Auk þess er básinn
heldur lítill til að vera stekkur og óaðgengilegur. Enn síður finnst mér