Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Page 66
64
MULAÞING
Sveinn fór út á sand í vetur
og sá að brúin var Ijót.
Jón og Magnús bættu um betur,
þeir báru á hana grjót.
Hér nefnir Sigurjón þrjá góða bændur í Tungu. Árið 1946 var kvíslin
stífluð við upptök sín við Jökulsá með akfærum vegi, hefir hún síðan
ekki verið farartálmi.
Verkstjóri við vegagerð í Tungu var þegar ég man fyrst eftir, Árni
bóndi Árnason í Blöndugerði. Hann var um skeið sýslunefndarmaður
þeirra Tungumanna, var sýslunefndarmönnum oft falið að láta vinna
fyrir það sýsluvegafé er til féllst. Júlíus Jónasson í Vífilsnesi tók við
verkstjórn um 1936 og sá um lagningu vega í Tungu og víðar þar til
hann fluttist til Reykjavíkur um 1955. Eftir það hafa ýmsir verkstjórar
komið við sögu vegagerðar í Tungu s. s. Ragnar Gunnarsson á Fossvöll-
um. Brynjólfur Sigbjörnsson á Ekkjufelli, Ingólfur Steindórsson o. fl.
Hina síðari áratugina hafa framkvæmdir við vegagerð í Tungu beinst
að þvi' að endurbæta vegina frá fyrstu gerð þeirra, eins og víðast hvar
annars staðar.
Vegagerð í Vopnafirði og um Langanesstrandir
Sýslufundir í Norður-Múlasýslu hafa oftast verið haldnir á Seyðis-
firði. I fundargerð sýslufundar er haldinn var þar 17. - 20. apríl árið
1900 má lesa þetta:
„Eftir ósk hreppsnefndanna í Vopnafjarðar- og Skeggjastaðahrepp-
um samþykkir sýslunefndin að fara þess á leit við landshöfðingja, að
verkfróður maður verði látinn skoða aukapóstleiðina frá Ketilsstöðum
í Jökulsárhlíð, um Hellisheiði, Sandvíkurheiði og norður að sýslumörk-
um, og gera áætlun um nauðsynlegar vegabætur á þessu svæði.“
Það er svo upplýst í næstu sýslufundargerð (1901) að Páll Jónsson,
vegfræðingur, sem um og fyrir aldamótin stjórnaði vegagerð hér eystra
og víðar, hafði sumarið 1900 athugað og gert áætlun um kostnað við
nauðsynlegustu vegabætur frá Fossvöllum í Hlíð um Hellisheiði,
Vopnafjörð, Sandvíkurheiði og allt að sýslumörkum á Brekknaheiði.
í framhaldi af þessu veitti svo Alþingi á árunum 1901 - 1902 kr. 5.000
til endurbóta vega á umræddri leið, gegn því að eigi kæmi minna en
hálft það framlag annars staðar frá.
Var nú hafizt handa um vegabæturnar, sem að sjálfsögðu voru mið-