Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 187
MULAMNG
185
eftir nón, rigndi töluvert um kvöldið.
Purrkuð taða á austurtúninu og sett
upp í sæti. Skorið torf enn hjá Orms-
stöðum.7 Komið af Seyðisfirði og með
einn nýr kaupamaður úr Reykjavík.
Sperrureist nýja skólahúsið og sett upp
á því kransar og flaggstengur, haldið
svo kaffigildi um kvöldið í tilefni þess.
22. M. Norðvestan gola, skýloft, eigi
mjög heitt. Slegið á Borgarhólnum til
miðdags, eftir það bundin inn taða á
beðunum, 34 hestar. Farið á Seyðis-
fjörð, 1 maður með 5 hesta. Fluttur
sandur.
23. F. Suðaustan vindur, þéttskýjað
loft, lítil rigning um kvöldið. Lokið við
að slá túnið, þ. e. s. í kring. Bundið
f. m., 12 hestar af töðu og kevrður
heim sandur í hússtafnana.
24. F. Austan gola, skýþétt loft,
hlýtt veður. Stór skúr um miðdaginn.
Slegið og rakað á túnbakkafitinni.
Komið heim af Seyðisfirði. Fluttur
heim sandur frá læknum.
25. L. Austan gola, þokusúldru-loft
og sallarigning mestan hluta dagsins.
Tekinn upp mór fyrir sunnan læk. Hey-
ið á vesturbakkafitinni lítið rakað.
26. S. Sunnan gola, skýloft, þurr-
viðri, blítt veður. Messudagur, prestur
messaði ekkert, ekkert kirkjufólk.
Seyðfirðingar fjölmenntu í skemmti-
ferð hingað og út í Eiðavatnshólma.8
Fáeinir þeirra voru um nóttina.
27. M. Suðvestan gola, skýloft, hlýtt
veður, smáskúrir e. m. Sett upp taða
á túninu. Tekinn upp mór. Farið á
Seyðisfjörð með nokkra hesta. Skóla-
stjóri fór líka.
28. Þ. Suðaustan hæg gola, ský og
skin, hlýtt veður. Tekinn upp mór f.
m. Breidd taða og sett upp í föng.
Slegið í Mýrfitinni.9
29. M. Suðaustan vindur f. m., heið-
skírt og þurrkur e. m. Sett upp í sæti
öll taðan á túninu, sem eftir var og
fitjungur. Komið af Seyðisfirði.
30. F. Austan vindurogrigningallan
daginn til kvölds, þá vestan vindur eftir
það. Slegið og rakað á vestur-Mýrfit-
inni. 1 kaupakona fór úr vistinni.
31. F. Vestan vindur, mikið heið-
skírt veður og gott. Bundin inn öll tað-
an sem eftir var á túninu, samtals 38
hestar (í allt er hún 150 hestar)'" og
15 fitjungshestar í kringum það. 2
menn fóru á Seyðisfjörð með marga
hesta og 2 stúlkur í skemmtiferð
þangað.
Skýringar
1. Hér mun átt við Reyðarfjarðar-
dali. Eiðastóli tilheyrir jörðin Þuríðar-
staðir í Eyvindardal, og þar upprekstr-
arland alla tíð meðan sauðfé var á Eið-
um. Hinir eldri búhættir með sauðaeldi
og fráfærum voru enn við lýði 1908,
en á fallandi fæti.
2. Þorsteinn á við beðasléttur á mýr-
artúni suður og suðaustur af bænum.
3. Verkfræðingar, ókunnugt um
hverjir voru.
4. íbúðarhús m. m. í tilraunastöð
áðurnefndri. Hún var í daglegu tali
nefnd Gróðrarstöð, en Þorsteinn skrif-
ar hér skýrt „gróðrarstað," síðar
gróðrarstöð. Stöðin var starfrækt til
1943.
5. Notað til einangrunar í gólf yfir
kjallara og víðar.
6. Hafa líklega farið í Hallorms-
staðaskóg, en ekki Egilsstaðaskóg,
fyrst þeir voru nótt að heiman.
7. Jörð austur af Eiðum undir fjall-
inu, í eigu Eiðastóls og yfirleitt nytjuð
frá Eiðum á dögum búnaðarskólans.
8. Eiðahólmi skógivaxinn í Eiða-
vatni, fegursti staður. Minnkaði við