Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 151
SÉRA MAGNÚS BL. JÓNSSON
Búnaðarsambandsþáttur
Þessi þáttur er í ævisöguhandriti
séra Magnúsar Bl. Jónssonar, en ekki
í hinni prentuðu gerð ævisögunnar
sem bókaútgáfan Ljóðhús í
Reykjavík gaf út 1980 í tveimur
bindum. Birt hér með leyfi
útgefanda. - Á. H.
Innan tveggja ára eftir að eg lenti í skólanefnd Eiðaskólans, eða
sumarið 1903, reis á legg nýtt fyrirtæki í búnaðarmálum á Austurlandi.
Um sumarið fékk eg bréf frá sr. Einari Þórðarsyni í Hofteigi, þar sem
hann fór þess á leit við mig að eg tæki höndum saman við sig um að
reyna að koma á fót almennum samtökum til stofnunar búnaðarbóta-
samvinnu fyrir Fljótsdalshérað í líkingu við Ræktunarfélag Norður-
lands. í trausti áhuga míns í búnaðarmálum og að eg mundi verða vel
við, kvaðst hann hafa skrifað ýmsum mönnum á Héraði, er hann taldi
líklegasta til undirtekta um slíkt mál, og beðið þá að mæta ákveðinn
dag á Eiðum til umræðu og álita um málið. Sagðist hann mundu halda
að Eiðum kvöldið fyrir hinn ákveðna fundardag og bað mig að koma
svo tímanlega sem unnt væri morguninn eftir, svo að við gætum talað
okkur saman um, hverja stefnu skyldi leggja fyrir fundinn í málinu.
Þetta gerði eg eins og hann mæltist til, og vorum við þegar sammála
um aðalatriðin.
Hinn fyrirhugaði samtalsfundur var haldinn að Eiðum 8. okt. 1903.
Var hann fámennur eins og að líkum lét, þar sem engum var boðið á
hann utan Fljótsdalshéraðs og aðeins mætt úr fimm af níu hreppum
Héraðsins. Fundarefnið var fyrirhuguð samvinna búnaðarfélaga á Hér-
aði, og um það, að hún ætti að geta orðið gagnleg, urðu menn bráðlega
sammála, eftir að séra Einar Þórðarson hafði skýrt hvað fyrir honum
vakti.
Aðeins tvö atriði lét eg til mín taka. Hið fyrra var að mér þætti
landsvæði hinna fyrirhuguðu samtaka alltof þröngt, og lagði til að það
tæki jafnt yfir fjarða- sem landhreppa Múlasýslanna svo og yfir Austur-
10!