Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Side 65
MULAÞING
63
Þess er áður getið að akfær vegur var lagður gömlu póstleiðina frá
Lagarfljótsbrú norður yfir Fell og Tungu að brú á Jökulsá, þangað
akfært 1930. Komust þá í akvegarsamband bæirnir Bót um 1920 og
Heiðarsel 1924. Aðrir vegir voru sýsluvegir eins og víðar, aðallega
reiðgötur, sem smávegis höfðu verið lagfærðar með vegstúfum í mýrum
þar sem blautast var.
Arið 1928 var hafin gerð akfærs vegar frá Rangárbrú út fyrir neðan
Bót áleiðis út austanverða Tungu. Um sama leyti hafin vegagerð frá
Jökulsárbrú út norðanverða Tungu. Akfær vegur kominn að Rangá
1930, en brú á Bótarlæk neðan við Bót byggð 1948, áður ekið á vaði
vfir lækinn. Arið 1933 tekinn í þjóðvegatölu Hróarstunguvegur eystri
af Austurlandsvegi hjá Rangárbrú, um Rangá að Kirkjubæ og yfir
Lagarfljót á væntanlegri brú hjá Lagarfossi á Úthéraðsveg hjá Bónda-
stöðum. Seint miðaði þó lagningu vegarins út með Fljótinu. Það er
ekki fyrr en 1948 að slarkfært verður með bíla í Kirkjubæ. Brúin hjá
Lagarfossi kom ekki fyrr en 1973 í sambandi við virkjun þar og var
þá vegur lagður þaðan á Úthéraðsveg hjá Móbergi, en ekki hjá Bónda-
stöðum eins og ráð var gert fyrir í vegalögum.
Brú var byggð á Rangána ofan við Skógargerði 1966, brúarsmiður
var Sigurður Jónsson á Sólbakka. Var þá vegarlínunni breytt í samræmi
við það og tengdist þá Austurlandsvegi í Höfðum við Urriðavatnsenda
og lá út fyrir neðan Urriðavatnsbæ og ofan við Skógargerði að brúnni.
I vegalögum frá 1947 er Hróarstunguvegur nyrðri talinn með þjóð-
vegum af Austurlandsvegi hjá Jökulsárbrú um Blöndugerði, Stóra-
Bakka og fleiri bæi í Norður-Tungu að Lagarfljóti hjá Steinboga með
tilliti til væntanlegrar brúar þar sem aldrei var byggð. og áfram að Hóli
í Hjaltastaðaþinghá, en þar var lengi lögferja á Fljótinu. í öðru lagi
Kirkjubæjarvegur af Hróarstunguvegi nyrðri um Hallfreðarstaði,
Kirkjubæ að Gunnhildargerði. Akfært varð í Stóra-Bakka 1934 og
Hallfreðarstaði 1948. Það ár má kallast slarkfært með bíla á flesta bæi
í Út-Tungu. Brú sett fyrst á Blöndu 1948, endurbyggð varanlegri brú
1953, Sigurður Jónsson sá um það verk, einnig sá hann um brúarbygg-
ingu á Hrærekslæk 1957.
Geirastaðakvísl var kvísl úr Jökulsá sem féll austur í Lagarfljót utan
við Geirastaði og var oft vond yfirferðar og því snemma reynt að brúa
hana með timbri vegna byggðarinnar í Húsey. Illa gekk að halda við
þeim brúarnefnum og tók áin þær af oftar en einu sinni.
Um baksið við brú þessa sagði séra Sigurjón á Kirkjubæ svo frá: