Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 152
150
MÚLAÞING
Skaftafellssýslu og yrði þannig sameigin-
legt fyrir Austfirðingafjórðung. Náði þetta
samþykki fundarins.
Hitt atriðið var að vísu ekki merkilegt,
en þó vil eg geta þess. Það skeði hér sem
oftar, að meira þref getur orðið um smá-
munina en aðalatriðin. Þegar aðalmálun-
um var lokið, minnti einhver réttilega á
það, að eitthvert nafn yrði að gefa samtök-
um þessum eða samvinnu, og var það
viðurkennt. Rigndi þá niður tillögum
hverri á fætur annarri. Einn vildi nefna það
Ræktunarfélag Austurlands, sbr. Norð-
lendinga. En þar var sá hængur á, að starfs-
sviðið átti að verða miklu víðtækara en jarðræktin ein, þar sem hugsað
var að það færi með flest eða öll þau búnaðarmál, er Búnaðarfélag
íslands þá hafði á stefnuskrá sinni. Annar vildi nefna það Búnaðarfélag
Austfjarða o. s. frv. Aðrir stungu upp á ýmsum sérnefnum, svo sem
Snæfell, Skrúður o. fl. o. fl. Þegar fór að líða að kvöldverði og umræður
höfðu staðið með og móti flestum nöfnunum lítið eða ekki styttri tíma
en nytjamálin, var mér farið að leiðast og notaði umræðuhlé til þess
að kveðja mér hljóðs. Kvað eg mína skoðun þá, að við værum að
reyna að koma á sambandi til samvinnu milli búnaðarfélaga í Austfirð-
ingafjórðungi. Virtist mér réttast og brotaminnst að nefna það, sem
það væri - Samband, og styngi því upp á að við nefndum félagið
Búnaðarsamband Austurlands. Enginn studdi tillöguna, enda var hún
alls ekki rædd, og voru víst flestir hver með sína tillögu í kollinum.
Lauk svo fundinum um kvöldið, að ekkert nafn var fundið.
Morguninn eftir var fundinum haldið áfram, því að ýms störf lágu
enn fyrir. Var þá aftur tekin upp nafngjöfin. Og áður farið væri að
ræða það formlega, kvaddi einn hinna merkari fundarmanna sér hljóðs,
minnir það vera Jónas skólastjóri Eiríksson. Kvað hann upp úr með
það, að þótt hann hefði aldrei séð orðið samband notað sem nafn, og
því væri nýyrði sem slíkt, þá fyndist sér það fara vel í þessu sambandi,
og teldi hann því nafn sr. Magnúsar hið bezta, er stungið hefði verið
upp á hér og að hann styddi þá tillögu. Var þetta þá lítillega rætt og
athugað og síðan samþykkt, eg held með öllum atkvæðum. Og að
fleirum fannst nafnið fara vel en stuðningsmanni mínum frá Eiðafund-
inum, sýndi sig nokkrum árum síðar, er sams konar félög fóru að þjóta
Séra Magnús Bl. Jónsson.