Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 185
MULAÞING
183
þurrks sá mór sem til var. Fluttur sand-
ur í bygginguna sem vant er, 2 með 10
hesta.
26. F. Suðvestan vindur heitur, um
30 stig. Smalað saman ánum, geltir
lambhrútar og reknir rekstrar. 2 menn
fóru með 10 hesta eftir timbri að bygg-
ingunni.
27. L. Suðvestan vindur hvass, heið-
skírt, sólskin, heitt veður. Fluttur
sandur. Hreinsaður bakkinn og
Leiran.9 Kom kýr til smiðanna
(keypt).
28. S. Alveg sama veður. Flestir
heimamenn fóru á pólitískan fund við
Lagarfljótsbrú. 2 skólapiltar fóru heim
til sín í Vopnafjörð. Margt gesta kom.
Presturinn, eigi varð samt neitt af
messu í þetta sinn. Glímt, synt í Húsa-
tjörn f. m.
29. M. Suðvestan gola, heiðskírt og
heitt veður. Sótt timbur út í Dal að
byggingunni. Girt í Haganum. Tekinn
upp mór o. s. frv.
30. Þ. Alveg sama veður og áður,
nær logn. Keyrður heim sandur frá
læknum. Tekinn upp mór. Búið með
2 loft10 byggingarinnar. 1 skólapiltur
fór heim til sín í Fellin. Farið á Seyð-
isfjörð, 2 menn með marga hesta.
Skýringar
1. Hljóta að hafa verið fluttar
(dregnar) á hestum yfir Vestdalsheiði.
2. Timbrið í húsið var flutt á Óshöfn
(Krosshöfða við Selfljótsós eða á sand-
inn utan við Gagnstöð sumarið eða
haustið 1907 og ekið þaðan inn að Ket-
ilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá um vet-
urinn. Þar var timbrið geymt í svo-
nefndum Dal eða Ketilsstaðadal spöl-
korn vestan við bæinn. Heitir síðan
Timburhall þar sem staflinn var.
3. Heimspekingur, lögfræðingur og
líklega fylgdarmaður. Ekki er kunnugt
um hvaða fyrirmenn hér hafa verið á
ferð.
4. „Fluttur á hesturn," þ. e. á klyf-
berareiðfæri. „Keyrður," ekið í
kerrum.
5. f. m. og e. m. = fyrir og eftir
miðdag.
6. Stórt áveituengi í Hraungarðsblá,
sem síðar kallaðist Eiðablá.
7. Eiðavatn er skeifulaga. Stórhagi
milli álmanna þar sem nú er sumar-
búðahverfi BSRB.
8. Ráðunautur Benedikt Kristjáns-
son.
9. Stór engispilda við Eiðavatn, star-
arengi. Fór í kaf þegar rafstöð var
byggð 1935.
10. Búið að steypa kjallara og fyrstu
hæð.
Júlímánuður
1. M. Suðvestan hæggola, heiðskírt
og heitt veður. Farið á Seyðisfjörð, 2
menn með marga hesta. 1 skólapiltur
fór heim til sín á Eskifjörð. Tekinn
upp mór. Fluttur sandur heim frá
læknum. Byrjað á 11 stunda vinnu, var
áður 10 stundir.
2. F. Alveg sama veður. Komið úr
kaupstaðnum Seyðisfirði. Reknar
saman ærnar og tekin af þeim öll ullin.
Sent eftir lækni til frúarinnar. Mulið
grjót, fluttur sandur.
3. F. Suðvestan vindur f. m., logn
sólarhiti mikill e. m. Tekinn upp mór.
Keyrður að sandur. Stíað ánum um
kveldið. 1 kaupamaður fór (Stefán).
4. L. Suðvestan vindur, skýloft,
ágætt veður. Fært frá nær 140 ám,
lömbin böðuð og rekin fram í Dali.1
Mulið grjót, keyrður að sandur.
5. S. Vestan vindur, sólskin, heið-
skírt og heitt. Veður f. m. þokufullt,