Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 193
MULAÞING
191
Messað yfir heimafólki. Dans um
kvöldið í Nýjahúsinu hjá smiðunum.
5. M. Suðvestan vindur, heiðskírt
veður og sólskin. Smalað saman fé á
réttina. Unnið í nýja kirkjugarðsstæð-
inu.1 Skurðvinna og keyrsluvinna að
áburði á túnið.
6. Þ. Suðvestan vindur stilltur, sól-
skinsveður. Fluttur sandur í kjallara-
steypuna, mokað og jafnað við grunn
kjallarans. Slátrað 9 kindum sem
skólinn keypti til átu.
7. M. Alveg sama veður, logn, heið-
myrkur og tunglsljós um kveldið. Farið
á Seyðisfjörð með nokkra hesta. Tekn-
ar næpur upp úr heimagarðinum.
Keyrður áburður á tún o. s. frv.
8. F. Suðvestan gola þykkt loft, blítt
veður. Fluttur sandur frá fljótinu.
Grafið fyrir pípum niðrí kjallaranum
og vatnsleiðsluskurði. Garðvinna,
Skurðvinna í fitinni. Komið af Seyðis-
firði um kvöldið og með 3 smiði til
nýja hússins.
9. F. Sunnan stormvindur, mikil
rigning fram eftir morgni, hvass til
kvölds. Unnið ýmislegt við nýja húsið.
Ekið taði út úr húsi á tún o. fl. Farið
á Seyðisfjörð um kvöldið með nokkra
hesta.
10. L. Suðvestan hæg gola, dálítið
frost á jörðu, heitt veður er á daginn
leið. Unnið í nýja kirkjugarðinum.
Grafið fyrir sorpræsi frá nýja húsinu.
Fluttur sandur o. fl. Keyrt heim kál úr
Gróðrarstöðinni. Ráðunautið kom
heim.2
11. S. Vestan hægviðri, heiðskírt,
sólskin mikið. Flestallir heima aðrir en
smiðirnir sem fóru allir í Breiðavað.
Nýju smiðirnir veiddu silung um
kveldið. Var komið af Seyðisfirði. Nýr
skólakennari kom þá, líka vetrarvist-
armaður (Marinó).
12. M. Vestan vindur, heiðskírt veð-
ur og gott. Smalað fé (4. gangan), sótt
fé í Seyðisfjörð. Keyrður uppgröftur
frá nýja húsinu. Grafið í vatnsleiðslu-
skurðinum. Keyrðar heim rófur úr
heimagarðinum. Ráðsmaður Gróðrar-
stöðinni M. St.3 fór.
13. í>. Vestan vindur, heiðskírt
veður. Fluttur sandur. Slátrað 11
kindum. Grafið fyrir safngröf vestan
við nýja húsið.
14. M. Alveg sama veður að öðru
leyti en kom skúr eftir miðdaginn. 2
kaupamenn fóru og 2 kaupakonur.
Farið á Seyðisfjörð með nokkra hesta.
Skorið torf o. fl.
15. F. Vestan vindur nokkuð hvass,
heiðskírt veður. Farið að búa til braut
milli nýja hússins og gamla. 2 frökenar
komu að finna ráðunautið. Ekið í bing
taði út úr lambhúsi.
16. F. Vestan vindur, heiðskírt veð-
ur og sólskin. Dreifður áburður um
austurtúnhólana. Farið að grafa niður
staurana í kirkjugarðinum. Unnið við
brautina. Nýju smiðirnir smíða alltaf
húsgögn í nýja húsið. Komið af Seyð-
isfirði seint um kvöldið.
17. L. Vestan hæg gola, heiðskírt
veður, sólskin. Farið á Seyðisfjörð
með nokkra hesta. Reknir stólpar nið-
ur í kirkjugarðinn. Unnið í hlaðbraut-
inni. Þvottadagur, mikið þvegið.
18. S. Vestan vindur, heiðskírt
veður. Messudagur, ekki messað.
Sumt af smiðunum fór á Seyðisfjörð,
aðrir heima. 1 vetrarvistarmaður kom
á skólann (Stefán).
19. M. Alveg sama veður. Smala-
dagur, reknir rekstrar. Unnið við hlað-
brautina og lokið við hana. Rifinn nið-
ur réttarveggurinn gamli í hana (braut-
ina) og síðan malborin. Farið á Seyð-
isfjörð.