Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Page 201
MULAÞING
199
firði 1906 var mikið um dýrðir, veisla haldin
og til hennar boðið fyrirmönnum nœr og
fjær. Pá var prentsmiðja í bœnum og er lík-
legt að í henni hafi verið útbúinn sá Matseðill
sem hér er mynd af. Matseðillinn barst hér-
aðsskjalasafninu á Egilsstöðum úr fórum
Guttorms Vigfússonar bónda i Geitagerði og
alþingismanns.
LEIÐRÉTTINGAR
VIÐ MÚLAÞING 14
Af sérstökum ástæðum slapp fyrsta rit-
smíðin í heftinu, bréf Þorvarðar Kjerúlf, við
prófarkalestur og það hafði þær afleiðingar
að í hana slæddust nokkrar ritvillur. Þæreru
þessar:
Bls. 6, 10. lína að ofan: krakalækur, les:
Krakalækur.
Bls. 6, 1. lína að neðan: kolagrafar, les:
kolagrafir.
Bls. 6,5. línaað neðan: ernær, les: er nær.
Bls. 7, 6. lína að ofan: hafvindumundir,
les: hafvindum undir.
Bls. 7, 20. lína að ofan: eruþað, les: eru
það.
I samtali Sigfúsar Kristinssonar við Stef-
aníu Stefánsdóttur slapp gremjuleg villa,
því að undirritaður (Á. H.) vissi hið rétta
þótt hugur hans blindaðist í svip. Þar segir
í smáletraðri inngangsgrein að Stefanía sé
dóttir Stefáns Alexanderssonar. Þetta er
skakkt. Hún er dóttir Stefán Andréssonar
er bjó á nýbýlinu Laugarvöllum í Brúardöl-
um, en hann var sonur Andrésar Andrés-
sonar frá Gestreiðarstöðum í Jökuldals-
heiði.
í texta á uppdrætti bls. 41 eru tvær villur.
Þar er nefndur Jón Bryniólfsson, sem er
rangt, á að vera Pétr og textinn þannig: Vegr
sem þeir fóru Pétr sálugi Bryniólfsson og
Prófastr sr Guttormr á Hofi. - Önnur villa
á sama uppdrætti: Smátindar, les: Smá-
Iindar. - Á. H.