Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Side 10

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Side 10
8 MÚLAÞING Jónsson frá Hlíð í Lóni. Um Eskifjarðarheiði var mjög fjölfarið meðan einn af þremur verzlunarstöðum Austurlands var á Eskifirði og áður í Breiðuvík. Auk þessa sem nú hefir verið nefnt um vegagerð Jóns á póstleiðinni er vitað að hann sá um vegagerð yfir Þórdalsheiði frá Reyðarfirði til Skriðdals og Reindalsheiði úr Breiðdal til Fáskrúðsfjarð- ar. Jón hefir að sjálfsögðu séð um að laga vegi innan sveitar sinnar og víðar á þessu svæði. Fáar heimildir eru mér tiltækar um störf Jóns Finnbogasonar í vega- gerð, en allar hníga að því að hann hafi verið áhugasamur og sérstaklega útsjónarsamur um vegarstæði og vinnubrögð. Ekki mun Jón hafa notið neinna ábendinga frá æðri stöðum í starfi sínu, nema ef vera skyldi eftir að Páll Jónsson vegfræðingur kom hér á vettvang um 1885. Þá voru ekki verkfræðingar á hverju strái. Verkstjórastarfi mun Jón hafa gegnt til aldamótanna 1900. Vegir þeir er Jón lagði og samtíðarmenn hans hér á Austurlandi, voru miðaðir við ferðalög og flutninga á hestum. En um og eftir aldamót er farið að tala um akfæra vegi og þá fyrst og fremst hafðir í huga hestvagnar og kerrur. Aðbúnaður vegagerðarmanna var ekki á marga fiska í tíð Jóns Finnbogasonar og annarra verkstjóra á þeim dögum. Menn unnu heiman frá sér og höfðu með sér matinn þegar því var við komið. Pegar langt var í vinnuna að sækja og enginn skúti nærri, höfðu menn tjald til að liggja í. Ekki þrengdu þar að rúmstæði né sængurfatn- aður, því legið var á guðs grænni jörðinni með kápur sínar fyrir yfir- sængur. Höfðu menn þá skrínukost, því engin matreiðsla var önnur en hitað var kaffi úti á hlóðum hvernig sem veður var. Erfitt var oft að afla eldiviðar og vont að láta loga, því oft var engin olía til að lífga eldinn og glæða. Enginn kvartaði þá yfir sínum kjörum en undu glaðir við sitt og treystu sjálfum sér. Haft var þá í huga hvað hægt væri að gera fyrir landið og þjóðina, öfugt við það sem nú er. Nú er spurt hvað getur landið og þjóðin gert fyrir mig og því meira heimtað af öðrum en sjálfum sér. Um miðja nítjándu öldina reis og efldist verzlun á Seyðisfirði. Áður hafði að vísu verið rekin þar verzlun á Hánefsstaðaeyrum árin 1792 - 1805, en ekki fékkst sú verzlun löggilt og varð því að hætta. Aukin umferð um fjallvegina til Seyðisfjarðar úr nærliggjandi sveitum í sam- bandi við verzlun o. fl. kallaði á vegabætur á Vestdalsheiði og Fjarð- arheiði, enda póstleið frá Seyðisfirði norður um til Akureyrar eins og áður segir, og því kostaðar af landssjóði. Árið 1884 var samkvæmt ákvörðun Alþingis ráðinn norskur verk-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.