Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Page 10
8
MÚLAÞING
Jónsson frá Hlíð í Lóni. Um Eskifjarðarheiði var mjög fjölfarið meðan
einn af þremur verzlunarstöðum Austurlands var á Eskifirði og áður
í Breiðuvík. Auk þessa sem nú hefir verið nefnt um vegagerð Jóns á
póstleiðinni er vitað að hann sá um vegagerð yfir Þórdalsheiði frá
Reyðarfirði til Skriðdals og Reindalsheiði úr Breiðdal til Fáskrúðsfjarð-
ar. Jón hefir að sjálfsögðu séð um að laga vegi innan sveitar sinnar og
víðar á þessu svæði.
Fáar heimildir eru mér tiltækar um störf Jóns Finnbogasonar í vega-
gerð, en allar hníga að því að hann hafi verið áhugasamur og sérstaklega
útsjónarsamur um vegarstæði og vinnubrögð. Ekki mun Jón hafa notið
neinna ábendinga frá æðri stöðum í starfi sínu, nema ef vera skyldi
eftir að Páll Jónsson vegfræðingur kom hér á vettvang um 1885. Þá
voru ekki verkfræðingar á hverju strái. Verkstjórastarfi mun Jón hafa
gegnt til aldamótanna 1900.
Vegir þeir er Jón lagði og samtíðarmenn hans hér á Austurlandi,
voru miðaðir við ferðalög og flutninga á hestum. En um og eftir aldamót
er farið að tala um akfæra vegi og þá fyrst og fremst hafðir í huga
hestvagnar og kerrur. Aðbúnaður vegagerðarmanna var ekki á marga
fiska í tíð Jóns Finnbogasonar og annarra verkstjóra á þeim dögum.
Menn unnu heiman frá sér og höfðu með sér matinn þegar því var við
komið. Pegar langt var í vinnuna að sækja og enginn skúti nærri, höfðu
menn tjald til að liggja í. Ekki þrengdu þar að rúmstæði né sængurfatn-
aður, því legið var á guðs grænni jörðinni með kápur sínar fyrir yfir-
sængur. Höfðu menn þá skrínukost, því engin matreiðsla var önnur
en hitað var kaffi úti á hlóðum hvernig sem veður var. Erfitt var oft
að afla eldiviðar og vont að láta loga, því oft var engin olía til að lífga
eldinn og glæða. Enginn kvartaði þá yfir sínum kjörum en undu glaðir
við sitt og treystu sjálfum sér. Haft var þá í huga hvað hægt væri að
gera fyrir landið og þjóðina, öfugt við það sem nú er. Nú er spurt hvað
getur landið og þjóðin gert fyrir mig og því meira heimtað af öðrum
en sjálfum sér.
Um miðja nítjándu öldina reis og efldist verzlun á Seyðisfirði. Áður
hafði að vísu verið rekin þar verzlun á Hánefsstaðaeyrum árin 1792 -
1805, en ekki fékkst sú verzlun löggilt og varð því að hætta. Aukin
umferð um fjallvegina til Seyðisfjarðar úr nærliggjandi sveitum í sam-
bandi við verzlun o. fl. kallaði á vegabætur á Vestdalsheiði og Fjarð-
arheiði, enda póstleið frá Seyðisfirði norður um til Akureyrar eins og
áður segir, og því kostaðar af landssjóði.
Árið 1884 var samkvæmt ákvörðun Alþingis ráðinn norskur verk-