Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 129
MULAÞING
127
Ekki er ólíklegt, að í þessari
gömlu þjóðsögu, leynist vísbend-
ing um hið rétta eðli Gríms-nafn-
anna.
Til frekari skýringar á því, er
nauðsynlegt að leita út fyrir land-
steinana, til nágrannalandsins
Noregs, þaðan sem margir land-
námsmenn komu og fluttu með sér
þjóðtrú sína.
í Noregi er Grimen eða Fosse-
grimen alþekktur vættur, sem
heldur til í straumvatni, gjarnan í
eða við fossa, eins og nafnið bend-
ir til. Yfirleitt hugsuðu menn sér
hann í mannslíki, og helzti eigin-
leiki hans var fiðluspilið, sem hann
stundaði af mikilli snilld. einkum
á dimmum og kyrrum kvöldum.
Með því reyndi hann að seiða
menn til sín í fossinn og tókst það
stundum, en til var líka að menn
fengu tilsögn hjá honum í fiðluleik og þurfti þá að fórna honum ein-
hverju, t. d. vel feitu kjötlæri. Er sagt að hinir frægu fiðlusnillingar
Norðmanna hafi sumir hverjir lært hjá Fossgríminum. (Vár norske
bondekultur o. fl. heimildir).
Hér á landi þekkjast ýmis dæmi um fossvætti og eru nokkur þeirra
af Austurlandi. Yfirleitt eru þeir kallaðir tröll og voru stundum mein-
vættir, ekki síður en Fossgrímur hinn norski. I Landnámu er getið um
Þorstein rauðnef á Rauðnefsstöðum í Rangárvallasýslu, sem blótaði
foss við bæinn „og skyldi bera allar leifar í fossinn." Alkunn er frásögn
Grettis sögu, um viðureign Grettis við flagðkonu í Goðafossi, og til
eru sagnir um fossvætti á Jökuldal og í Hofsdal í Vopnafirði (Gríma
og Þjóðs. Sigf. Sigf.). Til er ennfremur orðtakið „að verða fróður undir
fossi“, að sögn Jóns Hnefils Aðalsteinssonar. Þessi dæmi sýna, að
Fossgrímur hefur einnig verið við lýði hér á landi, þótt hann sé sjaldan
nefndur, og kunna örnefnin að geyma leifar þessarar fornu trúar.
Út frá þessu sjónarmiði er örnefnið Grímsbás við Hrafnsgerðisá
auðskilið, og jafnvel líka Grímsbásinn við Jökulsárbrú, þótt þar sé
„Fossegrimen" - Fossgrímur.