Jökull


Jökull - 01.12.1981, Síða 69

Jökull - 01.12.1981, Síða 69
Bcrgi Jónssyni, presti til Kirkjubæjarklaust- urs, og dagsett að Prestbakka 10. sept. 1817. Séra Bergur skrifar: „Hérumm 40u fadma I Nordaústur frá ad framann nefndum Hildishaúgi, siest Sliettlagdur Grundvöllur, af Köntudumm Drángsteinumm, sem feldir eru Samann til Endanna, eptir sem Kantarner hafa best fallid saman, og þar misfella hefur á orded millumm Steinanna, er ad finna smærri Steinklípi, og iafnvel nockurskonar kalkart. — Steinflötur þessi lítur út firir ad hafa verid Grundvöllur edur Gólf undir Einhvuriu markverdu Húsi, sem Einginn veit þó af ad seigja. —“ (Frásagnir af fornminjum, bls. 96). Ofangreind lýsing er úr einni af þeim skýrslum um íslenskar fornminjar, sem sendar voru til fornminjanefndar í Kaupmannahöfn a þessum árum og sama er að segja um þá lýsingu á Kirkjugólfi, sem danski landmæl- ingamaðurinn A. Aschlund sendi og dagsett er 15. október 1917, en Aschlund hafði mælt strendur Skaftafellssýslna þá um sumarið. Aschlund skrifar um Kirkjugólf (í þýðingu S. Þ-): „Sex til átta hundrað skrefum austan við kirkj- una, sem um annað er venjuleg, er mitt á fok- sandinum sléttur flötur, sextán álna langur frá austri til vesturs, en fjórtán álna breiður frá norðri til suðurs, og er úr hörðum, fimmstrendum steinum, sem eru að meðaltali 6 þumlungar í þver- mál og tveggja til þriggja álna langir, og einmitt í þessum landshluta er slíka steina að finna víða í fjöllum. Þessir steinar standa upp á endann í jörð- mni og náttúran hefur gert hliðar þeirra þannig, að þeir falla mjög vel saman og eru tengdir steingerðu efni og mynda mjög gott steingólf, sem líklega hefur verið í hinni fornu klausturkirkju, þar eð svæðið þarna í kring er enn nefnt Fornegárdur af alþýðu manna.“ (Frásagnir o. s. frv., bls. 112). I þeirri sóknarlýsingu Kirkjubæjarklaust- urs, sem samin var að beiðni Hins íslenska bókmenntafélags af séra Páli Pálssyni 1841 (IB 18 fol. c) er þess getið, að „víða í fjöllum er smærra og stærra stuðlagrjót“, en Kirkjugólfs er þar ekki getið, e. t. v. vegna þess, að það var talið mannaverk. Danski fræðimaðurinn Kristian Kálund, sem ferðaðist um allar byggðir íslands 1872 — 74 og safnaði efni í sitt gagnmerka rit- verk, Bidrag til en historisk-topografisk Be- skrivelse af Island (I — II, Kaupmannahöfn 1877 og 1879—82), telur Kirkjugólf sönnun þess, að klaustrið hafi staðið þar í eina tíð og hefur eftirfarandi um þetta að segja (í þýðingu S.Þ.): Byggingar í Kirkjubæ hafa vlst oft verið fluttar. Klaustrið var í fyrstu talsvert norðaustaren nú, þar sem nú er svartur foksandur með grisjóttu melgresi; þar sést ennþá ferhyrnt steingólf („kirkjugólfið“ eins og það er nefnt og mun í öllu falli vera leifar af hinu forna klaustri), gert úr reglulegum, fimm- strendum steinum samantengdum með sementi. Steinarnir eru auðsæilega úr hamri nærri Foss- núpi, þar sem er að finna í litlu gili, kölluðu Dverghamrar, reglulega fimmstrenda blágrýtis- stuðla, sem eru skiptir á þverveginn á reglubundinn hátt af þéttliggjandi sprungum, svo auðvelt er að meitla úr þeim fallegar fimmstrendar flísar" (Bidrag o. s. frv. II, bls. 316). Sigurður Vigfússon fornfræðingur kom að Kirkjubæjarklaustri 28. ágúst 1885 og kann- aði þar m. a. Kirkjugólf. Um það hefur hann eftirfarandi að segja: „Ég skal einnig geta þess, að góðan spöl austr frá hinum gamla Kirkjubæ og nokkru neðar er eins og einkennileg steinbygging, sem menn hér kalla „gamla kirkjugólfið“. Það eru 3-4-5-6 strendir basaltsteinar, sem standa upp á endann úr sandin- um, mjög jafnfelldir og eggsléttir að ofan. Milli steina þessara sýnist vlða vera eins og rennt væri í „sementi"; en hversu sem þetta sýnist vera, þykir mér þetta eigi geta verið mannaverk, en þó er þetta svo undarlegt náttúrusmíði, að ég hefi eigi slíkt séð. Þetta svokallaða Kirkjugólf er 9 faðmar á lengdar- veg og um 5 faðmar á styttri veg. Þetta myndar þó engan veginn neinn ferhyrning, heldr er eitt stórt vik inn í það á einum stað, og ýms smávik annars- staðar, og hefur því enga húslögun, eins og það nú lítr út. Ég get einungis um þetta sakir þess, að menn hér hafa trú á, að þetta sé fornt kirkjugólf af mönnum gert.“ (Árbók Hins ísl. fornleifafél. 1888—1892, bls. 68). Enski ferðalangurinn Frederick W.W. Howell, sem kleif Hvannadalshnúk 1891 og skrifaði, eins og margir landar hans á 19. öld- inni, bók um íslandsferð sína, kom að Kirkju- bæjarklaustri og sá Kirkjugólf og er fyrstur svo vitað sé til að birta ljósmynd af því. Hann JÖKULL 31.ÁR 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.