Jökull


Jökull - 01.12.1981, Side 89

Jökull - 01.12.1981, Side 89
Mynd 6. Á Fimmvörðuhálsi 1940. klædd stálþ ynnum með járnlykkjum fyrir dráttartaugarnar; fætur líklega átta á hverri gnnd. Þá voru á hverjum sleða tvö járnbent koffort úr vatnsheldum krossviði en milli þeirra vatnsheldur kassamyndaður poki fyrir svefnpoka, fatapoka, tjald o. fl. Þessi poki matti gjarnan vera með stífum á milli horna °g krossviðarplötu af sömu stærð og grindin til þess að leggja þar yfir; þarna var þá komið agsett borð. Eldunaráhöld og eldsneyti svo og verkfæri o. þ. h. voru í öðru koffortanna en matvæli öll í hinu. Þar ofan á mátti gjarnan festa aðaláttavitann, en auk hans voru að sjálfsögðu með nokkrir vasaáttavitar. Segl 1X5 m fylgdi hverjum sleða, en þau voru aðeins notuð á næst síðasta degi suðurgöng- unnar. Vegmælir var festur við einn sleðann °g sýndi hann 171 km milli Sankti Péturs og Geysis. Ekki fj arri sanni. Þrír voru um hvort tjald. Var annað tjald- anna venjulegt tjald með föstum botni, súlum og mænisás, en hitt var enskt pumpað ,>býkúpu“-tjald sérhannað til þessa brúks. Reyndust bæði tjöldin vel. Hér verður skotið inn lýsingu á velfrá- gengnu tjaldstæði, sem komið er upp við góðar aðstæður. Þegar tjaldstæði hefur verið valið, er fyrst mokað ofan af einni til tveimur skóflustungum allt eftir því hversu þéttur snjórinn er. Siðan er hlaðinn skjólgarður eins til hálfs annars metra hár utan um tjöldin. Ef vel er gengið frá, þarf síðan aðeins að moka úr geilunum og gæta þess að veggirnir falli ekki af slysni, t. d. ef gengið er á tjaldstag. Gjarnan má hlaða stóra vörðu spölkorn frá tjöldunum og setja þar upp t. d. 300 kerta hraðkveikju- lugt, svokallaða King-stormlugt, sem lýsir þá vel upp þriggja til fjögurra tjalda stæði. I þessa ferð var lagt af stað með flugvél úr Reykjavík þriðjudaginn fyrir páska, 4. apríl 1944. Ekki gekk nú byrjunin of vel, því tvisvar varð að snúa við vegna ísingar, fyrst yfir Holtavörðuheiði og aftur sama dag yfir Laxárdalsheiði. I þriðju ferðinni tókst flugið. Lent var á Melgerðismelum og farið á vörubíl fram að Leyningi, en þar skyldi gist, eða rétt- ara sagt að Leyningshólum, en svo hét nýtt íbúðarhús í túninu á Leyningi. Þorsteinn Þorsteinsson, sá dugmikli forystumaður Ferðafélags Akureyrar, samsvarandi Kristjáni Skagfjörð Reykvíkinga, hafði tekið að sér að útvega menn og hesta til þess að koma far- angrinum upp á Vatnahjalla og einnig að út- vega bíl til farar svo langt sem hann kæmist. Ekki hafði honum gengið það of vel, því ýmsir töldu þetta feigðarflan og vildu ekki stuðla að slíku. En Þorsteinn bar fullt traust til ferða- langanna og allt fór vel. Eftir ágæta nótt í svefnpokum á stofugólf- inu á Leyningshólum og eftir að hafa yfirfarið farangurinn og tekið frá til að endursenda suður ýmislegt, sem ekki var talið bráð- nauðsynlegt, var haldið fram dalinn fram hjá efstu bæjum Eyjafjarðar og áfram upp á Vatnahjalla í stefnu á Sankti Pétur. Svo ströng var farangursskoðunin á Leyningi að einn varð að sjá af spánnýjum skíðastígvélum en annar fékk einungis naumlega haldið tjaldskónum, því þeir þóttu í þyngra lagi. Sleðarnir með mestöllum farangrinum voru dregnir ýmist af mönnum eða hestum, en sumt báru menn á öxlum sér. Gekk þessi flutningur vel enda margir að verki. Frá Sankti Pétri hófst nú gangan. Þá var allur farangurinn kominn á sleðana, hver hlutur á sinn stað og fylgdarmenn höfðu verið JÖKULL 31.ÁR 87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.