Jökull - 01.12.1981, Qupperneq 89
Mynd 6. Á Fimmvörðuhálsi 1940.
klædd stálþ ynnum með járnlykkjum fyrir
dráttartaugarnar; fætur líklega átta á hverri
gnnd. Þá voru á hverjum sleða tvö járnbent
koffort úr vatnsheldum krossviði en milli
þeirra vatnsheldur kassamyndaður poki fyrir
svefnpoka, fatapoka, tjald o. fl. Þessi poki
matti gjarnan vera með stífum á milli horna
°g krossviðarplötu af sömu stærð og grindin til
þess að leggja þar yfir; þarna var þá komið
agsett borð. Eldunaráhöld og eldsneyti svo og
verkfæri o. þ. h. voru í öðru koffortanna en
matvæli öll í hinu. Þar ofan á mátti gjarnan
festa aðaláttavitann, en auk hans voru að
sjálfsögðu með nokkrir vasaáttavitar. Segl
1X5 m fylgdi hverjum sleða, en þau voru
aðeins notuð á næst síðasta degi suðurgöng-
unnar. Vegmælir var festur við einn sleðann
°g sýndi hann 171 km milli Sankti Péturs og
Geysis. Ekki fj arri sanni.
Þrír voru um hvort tjald. Var annað tjald-
anna venjulegt tjald með föstum botni, súlum
og mænisás, en hitt var enskt pumpað
,>býkúpu“-tjald sérhannað til þessa brúks.
Reyndust bæði tjöldin vel.
Hér verður skotið inn lýsingu á velfrá-
gengnu tjaldstæði, sem komið er upp við góðar
aðstæður. Þegar tjaldstæði hefur verið valið,
er fyrst mokað ofan af einni til tveimur
skóflustungum allt eftir því hversu þéttur
snjórinn er. Siðan er hlaðinn skjólgarður eins
til hálfs annars metra hár utan um tjöldin. Ef
vel er gengið frá, þarf síðan aðeins að moka úr
geilunum og gæta þess að veggirnir falli ekki
af slysni, t. d. ef gengið er á tjaldstag. Gjarnan
má hlaða stóra vörðu spölkorn frá tjöldunum
og setja þar upp t. d. 300 kerta hraðkveikju-
lugt, svokallaða King-stormlugt, sem lýsir þá
vel upp þriggja til fjögurra tjalda stæði.
I þessa ferð var lagt af stað með flugvél úr
Reykjavík þriðjudaginn fyrir páska, 4. apríl
1944. Ekki gekk nú byrjunin of vel, því tvisvar
varð að snúa við vegna ísingar, fyrst yfir
Holtavörðuheiði og aftur sama dag yfir
Laxárdalsheiði. I þriðju ferðinni tókst flugið.
Lent var á Melgerðismelum og farið á vörubíl
fram að Leyningi, en þar skyldi gist, eða rétt-
ara sagt að Leyningshólum, en svo hét nýtt
íbúðarhús í túninu á Leyningi. Þorsteinn
Þorsteinsson, sá dugmikli forystumaður
Ferðafélags Akureyrar, samsvarandi Kristjáni
Skagfjörð Reykvíkinga, hafði tekið að sér að
útvega menn og hesta til þess að koma far-
angrinum upp á Vatnahjalla og einnig að út-
vega bíl til farar svo langt sem hann kæmist.
Ekki hafði honum gengið það of vel, því ýmsir
töldu þetta feigðarflan og vildu ekki stuðla að
slíku. En Þorsteinn bar fullt traust til ferða-
langanna og allt fór vel.
Eftir ágæta nótt í svefnpokum á stofugólf-
inu á Leyningshólum og eftir að hafa yfirfarið
farangurinn og tekið frá til að endursenda
suður ýmislegt, sem ekki var talið bráð-
nauðsynlegt, var haldið fram dalinn fram hjá
efstu bæjum Eyjafjarðar og áfram upp á
Vatnahjalla í stefnu á Sankti Pétur. Svo
ströng var farangursskoðunin á Leyningi að
einn varð að sjá af spánnýjum skíðastígvélum
en annar fékk einungis naumlega haldið
tjaldskónum, því þeir þóttu í þyngra lagi.
Sleðarnir með mestöllum farangrinum voru
dregnir ýmist af mönnum eða hestum, en
sumt báru menn á öxlum sér. Gekk þessi
flutningur vel enda margir að verki.
Frá Sankti Pétri hófst nú gangan. Þá var
allur farangurinn kominn á sleðana, hver
hlutur á sinn stað og fylgdarmenn höfðu verið
JÖKULL 31.ÁR 87