Jökull - 01.12.1992, Síða 13
Þá fundust tíðir jarðskjálftar í Mývatnssveit og vestur í
Bárðardal. Jón Sigurðsson á Gautlöndum ritar í Norð-
anfara 3. mars 1875. „Smá kippir hafa fundist við og
við, en engir hafa þeir verið stórfelldir. Að kveldi hins
18. þ. m. sást frá Grímsstöðum á Fjöllum eldur mik-
ill í vestri. Eptir því sem frjetzt hefur hingað sýndist
eldurinn koma fyrst upp á fleiri stöðum og renna síðan
saman í eitt mikið bál, sem sýndist taka yfir svo mikið
svæði, að nema mundi fleiri tiinlengdunf'.
Þessi lýsing af byrjun gossins er dæmigerð fyrir
slík gos. Gosið byrjar á mörgum sprungubútum sem
síðan teygja sig í báðar áttir, til norðurs og suðurs,
og ná oft saman þannig að gossprungan myndar einn
samhangandi vegg af kvikustrókum. Gossprungan í
Kröflugosum náði mest 9 km lengd, í byrjun gossins
í september 1984 (Páll Einarsson, 1991b). Kröflugos-
m náðu hámarki á fyrstu klukkustundunum en síðan
dró úr þeim jafnt og þétt, virknin dróst saman í nokk-
ur gosop, sem hlóðu upp eldborgir á gossprungunni.
Sveinagjárgosin virðast hafa verið ólík Kröflugosum
að því leyti að þau hlupu meira til á gossprungunni í
stað þess að dragast saman í nokkra gíga.
Friðrik Guðmundsson (1932) lýsir febrúargosinu
1875 þannig: „Stundum logaði í öðrum endanum á
gjánni, og alt í einu datt eldurinn niður, en þá heyrðust
sogandi org og hrynjandi dynkir og óhljóð, sem fylltu
geiminn, en aðeins í eina eða tvær mínútur, og þá kom
eldurinn upp í hinum enda gjárinnar, þó 20 mílur á að
gizka væru á milli endanna". Þótt þessi lýsing geti
verið ýkt þá sýnir hún að samband var á milli mis-
munandi aðfærsluæða. Slíkt þekkist úr Kröflugosum
en þar byrjaði landris svo að segja um leið og gos
hætti, sem bendir til beins vökvasambands þama á
milli. Þeir sem fylgdust með Kröflugosunum þekkja
líka þessi sogandi orghljóð sem heyrast þegar gosrás
tæmist snögglega af kviku og gasið streymir óhindrað.
segj a má að gígamir orgi og hvæsi í dauðateygjunum.
Febrúargosið stóð í nokkra daga, því var lokið 25.
feb. Þann dag fóru nokkrir Mývetningar á gosstöðv-
arnar. Jón Sigurðsson á Gautlöndumvar einn þeirra og
skrifaði hann eftirfarandi bréf daginn eftir ferðina, sem
birtist í Norðanfara 3. mars. „Það er ætlan mín að eld-
gangi þessum sje nú lokið á þessum stað, en eigi þykir
mjer ólíklegt, að eldurinn kunni að brjótast út aptur á
öðrum stað hjer í grend, áður langir tímar líða“. Jón
reyndist sannspár því enn átti mikið eftir að ganga á
í Sveinagjá áður en árið var úti. Næsta gos braust út
10. mars. Segja má að svo til stöðug gosvirkni hafi
verið á ýmsum stöðum í Sveinagjá næsta mánuðinn.
Hinn 10. mars gaus í norðanverðri Sveinagjá, skammt
norðangosstöðvannafráþvíífebrúar. Dagana 18.-19.
mars gaus syðst í Sveinagjá og 23. mars braust út gos
rétt við þáverandi þjóðveg austur. Báðum þessum gos-
um fylgdu skjálftar sem voru það stórir að fólk vaknaði
í Mývatnssveit, í um 35 km fjarlægð. Lýsing Friðriks
Guðmundssonar hér að ofan á því hvemig gosvirknin
hljóp eftir sprungusveimnum getur hæglega átt við of-
angreind eldgos. Gosin stigmögnuðust í mars, en 23.
mars sáust 40 eldar uppi samtímis.
Enn hófst gos sunnantil í Sveinagjá 4. apríl sem
stóð í a.m.k. fjóra daga, nálægt gosstöðvunum frá 18.
mars. Ný gossprunga opnaðist 10. apríl, á svipuð-
um slóðum og gosin 18. febrúar og 10. mars, nyrst í
Sveinagjá. Gosinu var lokið næsta dag. Um þessi gos
ritaði Jón Sigurðsson í Norðanfara 17. apríl; „það er
ekki orðin nein ljett sök að lýsa greinilega þeim ósköp-
um, sem hjer áganga, því eins er og eldurinn sje alltaf
að magnast. Núna þessa dagana hefur hann verið svo
mikill, að hálfljóst er í húsunum um há nótt og dynkir
og dunur með mesta móti. Þó eldurinn liggi niðri dag
og dag í senn, er hann jafnskjótt kominn uppi aptur,
hingað og þangað á þessari línu, sem hann virðist halda
við og sem er orðin á 3. mílu á lengd. í Dyngjufjöll
hefur enginn komið síðan þeir 5 sem fóru hjeðan úr
sveit á þorranum, en þar eru efalaust mikil umbrot í
náttúrunni, því að uppí heilan mánuð hefur rokið þar
fjarskalega og í fleiri stöðum ýmist austar eða vestar".
Aftur gaus nyrst í Sveinagjá 20.-24. apríl, og 19.
maí sást eldrauður reykjarstólpi „upp á hálopt" úr
Dyngjufjöllum. Þá hafa Sveinagjárgosin legið niðri
um hríð og eru menn farnir að vona að „eldurinn sje
hættur til fulls“. Ekki var nú svo; enn gaus í norðan-
verðri Sveinagjá, 2. júlí (Fjallagjá), 15. ágúst og 17.
október. Einnig var talað um eldgos í byrjun og lok
1876. Dagblaðið Isafold birti grein um eldgosin, í 14.
tbl„ 26. júlí. Þar lýsti „Mývetningur" gosunum.
„Eldgosin byrja, eptir því sem þau hafa nú komið
oss fyrir sjónir, stundum með aðdraganda, en stund-
um í snöggri svipan. Jarðeldurinn er ekki logi, heldur
bráðið glóandi grjót, sem spýtist með undraafli beint í
JÖKULL, No. 42, 1992 11