Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1992, Qupperneq 54

Jökull - 01.12.1992, Qupperneq 54
sjá og Gardner 1883a, 1883-84) er enn svo að skilja sem hann telji Island vera eósen. A þessum árum vann Gardner einnig ötullega að því að leita nýrra steingervinga á basaltsvæðum Ir- lands og Skotlands, og varð vel ágengt, fann meðal annars burknaleifar (Gardner 1884, 1885c,d). Allar þær plöntur telur hann örugglega vera frá því á eó- sen, og ræðir um landbrú milli Evrópu, Grænlands og Bandaríkjanna. I erindi síðar um steingervingana frá Mull (Gardner 1887a) kveður hann skosku flóruna vera frá eósen, svipaðs aldurs og Atanikerdluk-flóru Vestur-Grænlands. I útdrættiþess erindis (Geol. Mag. 1887, bls. 91-92) nefnir Gardner aftur að míósen stein- gervingar á Islandi tengist líparít-lagi. Gardner (1887a) hnykkirenn á því (bls. 294-295) að Heer hafi aðeins kynnst eósen-flóru Evrópu af af- spum og hefði því tæpast getað greint neina sambæri- lega steingervinga til rétts aldurs „jafnvel þótt sýnin hefðu verið fyrsta flokks“ sem þau voru ekki. Meiri skammir um Heer eru í annarri grein það ár (Gardner 1887b) er fjallar um þróun tvíkímblöðunga. í umræðu um aldur heimskautasvæðanna í sumum greinum og bókum fyrstu árin eftir upphaf deilu Heers og Gardners er alls ekki eða aðeins lauslega minnst á skoðanir þess síðamefnda (t.d. J. Geikie 1880; Hell- and 1882; Schmidt 1885; Nathorst 1884,1888a; Ward 1889; Neumayr 1890, bls. 177). Framvinduskýrslur um rannsókn steingervinga í írska basaltinu á árunum 1879 til 1888 (tilv. af Moss 1912) tóku ekki heldur undir skoðanir Gardners. Þetta er sjálfsagt eðlilegt, því að Heer var mun eldri og þekktari fræðimaður og hafði lýst steingervingum heimskautasvæðanna mjög ítarlega, en Gardner aðeins slegið fram áliti um ald- ur þeirra. Aðrir tóku þó hugmyndum Gardners vel (sjáGardner 1882d, bls. 14), til dæmis Saporta (1879, tilv. af Gagel 1907) varðandi Vestur-grænlensku ter- tíerflóruna, Ward (1889, bls. 680-689) varðandi Bret- land, og Dawson (1887,1888, bls. 212-215) og New- berry (1889) varðandi rannsóknir á steingervingalög- um í Norður-Ameríku. Gardner sjálfur hlýtur að hafa orðið fyrir von- brigðum með stífni Heers, og virðist hann hreinlega hafa gefið jarðfræðirannsóknimar upp á bátinn. Síðast kvakar hann um þær á prenti á árunum 1893-95 (t.d. Gardner 1893a,b,c) svo að mér sé kunnugt. Lýsir hann í þeim greinum mikilli óánægju með það hve skoðanir sínar um eósen aldur margnefndra myndana hafi fallið í grýtta jörð, og leggur til að bannað verði að nota lé- lega steingervinga eða gefa þeim tegundanöfn: er hann þar líklega enn að hnýta í vinnubrögð Heers, sem þá hafði legið áratug í gröfinni. Gardner stofnaði verk- stæði til málmsmíða 1888 eða fyrr, og eru m.a. vegleg jámhlið við Holyrood-höllina í Edinborg, sem margir íslendingar hafa átt leið um, gerð á verkstæði hans á árunum 1918-20. Gardner varð einnig sérfræðingur í sögu silfur- og jámsmíða og glerungslistar og ritaði vel þekkt verk um þau efni (t.d. Gardner 1893d, 1896, 1922). Hann lést 1930. RANNSÓKNIR í BRETLANDI. HEIMSKAUTAFLÓRAN ELDIST Sjónarmið Gardners um eósen aldur setlaga á Suður-Englandi voru líklega orðin alveg ofan á löngu fyrir aldamótin (sjá t.d. 2. útgáfu jarðfræðikennslu- bókar A. Geikie, 1885) og skoðunum hans um aldur gosmyndana Bretlands og heimskautalandanna fór að aukast fylgi. Semper (1896) gagnrýndi röksemda- færslu hans í viðamiklu yfirliti en komst þó að svip- aðri niðurstöðu, og Gagel (1907) notaði sjónarmið Gardners til að útskýra tilvist eósen gjóskulaga við Eystrasalt. Ravn (1909) rannsakaði rækilega stein- gervinga sjávardýra frá Kap Dalton, ofantil í Austur- grænlenska blágrýtisstaflanum, og sagði þeim svipa mjög til eósen tegunda frá Suður-Englandi og París- arsvæðinu. Ravn (1922, tilv. af Manum 1962, bls. 9) komst einnig að þeirri niðurstöðu með rannsókn- um á skeljum frá Spitzbergen, að setlög þar væru frá paleósen-eósen. Spethmann (1909) og Reid (1911) gefa sjónarmiðum Gardners talsvert rúm, og sömu- leiðis Moss (1912) varðandi Bretland, þótt þau taki ekki ákveðna afstöðu. Hollick (1915, tilv. af Wolfe 1977) og Berry (1922) segja hinsvegar beinlínis að „...hin svokallaða míósen-heimskautaflóra í Alaska, Grænlandi, Islandi, Svalbarða o.s.frv. sé á síðustu ár- um almennt talin vera frá efri hluta eósen“. Koch (1929) og síðar m.a. Seward og Edw- ards (1941) staðfestu að plöntuleifar bæði í Vestur- Grænlandi og á Sabine-eyju og víðar við austurströnd- ina, séu frá eósen. í ritum um jarðfræði Mull og 52 JÖKULL, No. 42, 1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.