Jökull


Jökull - 01.12.1992, Blaðsíða 60

Jökull - 01.12.1992, Blaðsíða 60
Mikill fjöldi aldursmælinga hefur nú verið gerður á hinum eldri svæðum landsins. Allt eru það K-Ar mælingar utan ein (nefnd í Dagley o.fl. 1967) sem not- aði klofnun úrans. Nýlegar mælingar McDougall o.fl. (1984) á Vestfjörðum benda ákveðið til þess að bergið næst ofan á surtarbrandslögum við Súgandafjörð sé um 14 milljón ára gamalt, en stök mæling undir lögunum gefurrúm 15milljónár. Surtarbrandslöginhafareynst vera mörg á Vestfjörðum (10. rnynd). McDougall o.fl. sýna fram á að surtarbrandurinn innanvert í Amarfirði sé rúmlega 13 og steingervingalögin við Brjánslæk um 12 milljón ára. Plöntulög við Steingrímsfjörð eru um 11 milljón ára samkvæmt McDougall o.fl., en sum- ir telja þó að 9-10 milljón ár geti verið réttari aldur. Aðrar birtar rannsóknir benda til þess að setlög við Hreðavatn og í Glerárdal séu um eða yfir 7 milljón ára, Tungufell sé um 10 milljón og Gerpir sé tæpra 13 milljón ára. M.A. Akhmetiev og samstarfsfólk hans gerðu á árunum eftir 1973 langyfirgripsmestu rannsóknir til þessa á stórsærri og smásærri flóru hinnaýmsu fundar- staða plöntusteingervinga og surtarbrands hér á landi. Birtust þær í skýrslu á rússnesku, sem Rannsókna- ráð Ríkisins gaf síðar út á ensku í fjölriti (Akhmetiev o.fl. 1978). Segja þau þar, að mjög lítill svipur sé í raun með elstu plöntum Islands og t.d. Grænlands eða Færeyja, og sé það hreinlega út í hött ("historical non- sense“ í ensku þýðingunni) af Pflug og öðrum að hafa talið þær sambærilegar. Hinsvegar sé íslenska flóran áþekk ýmsum nafngreindum samfélögum af míósen aldri frá Evrópu og Alaska, þegar tekið sé tillit til fjarlægðamilli þessara staða og mismunandi loftslags þeirra. Pflug virðist aldrei hafa svarað þessari gagn- rýni og ekki haldið áfram rannsóknum sínum hérlendis eftir 1960. Hann hefur verið prófessor við háskólann í Giessen, og er höfundur ágæts kvers um notkun jarð- efnafræði við steingervingarannsóknir (Pflug 1984). Að sjálfsögðu ber að varast að líta á „aldur Is- lands“ eins og hann er ræddur hér, sem einhverja merka stærð í jarðsögu Atlantshafsins. Augljóst er, að með lægri sjávarstöðu eða með minna brimrofi af útnesj- um landsins gegnum tíðina, hefði aldur elstu berglaga ofansjávar orðið hærri en nú er. Hafa þó sumir jarð- vísindamenn (t.d. Vogt 1979) flaskað á þessu einfalda atriði. Ymsum aðferðum hefur verið beitt til þess að áætla aldur upphafs þess kýlis á jarðskorpunni sem Island er efsti hlutinn af, og má segja að þar séum við ennþá í svipaðri aðstöðu og jarðfræðingar voru um aldur surtarbrandsins á fyrri hluta aldarinnar. NIÐURSTAÐA Heer (1859 og síðar) taldi þá tertíer-plöntustein- gervinga, sem hann athugaði frá mörgum stöðum á norðurslóðum, vera frá míósentíma. Eldri surtar- brandslögin á Islandi og flest önnur allt frá Bretlandi til Grinnell-lands, ákvað hann að væru frá neðra míó- sen (Heer 1879), sem aðrir kölluðu óligósen. Gardner taldi fyrst (1878) alla þessa staði myndaða á eósen, en skipti fljótlega um skoðun varðandi Island. Upp úr 1910 gleymdust sinnaskipti Gardners, og marg- háttaður skyldleiki Islands í útliti og bergfræði við basaltsvæðin í kring gerði það að verkum að eósen- aldurinn festist meir og meir við ísland á árunum milli heimsstyrjaldanna. Hinsvegar voru engar nánari rann- sóknir á plöntusteingervingum íslands gerðar á þess- um tíma. Jóhannes Askelsson (1946) og þó enn frekar Pflug (1956,1959) og Schwarzbach staðfestu að elstu plöntuleifar á Islandi væru frá eósen og jafnvel eldri. Niðurstöður Pflugs, svo og skoðanir ýmissa málsmet- andi manna um sannleiksgildi þeirra, voru vel þekktar þegar umræða erlendis um landrek komst að nýju á skrið um 1963; þær voru m.a. kynntar í yfirlitsgrein- um umjarðfræðiíslands á alþjóðlegajarðfræðiþinginu 1960. Ekki var tekið nægjanlega mark á þeim athug- unum Manums, Meyers og annarra um þetta leyti, sem bentu til að Pflug væri á villigötum. Ef hann hefði komist að réttum aldri, hefði ísland líklega leik- ið stærra hlutverk í landreksumræðunni á umbylting- arárum jarðfræðinnar fram til 1968 að K-Ar mælingar leiðréttu áratuga ranghugmyndir um aldur íslands. í raun voru ísland og mikið af Alaska-flórunni frá míósen, leirinn ofan á írska basaltinu frá ólígósen, en á öðrum umdeildum stöðum í Norður-Bretlandi, í Austur- og Vestur-Grænlandi, Færeyjum, Svalbarða og Grinnell-landi (nú Ellesmere eyju) voru plöntulög frá eósen eða eldri. Megi draga einhvem lærdóm af þessari sögu, er það ef til vill helst sá að yfirleitt geti verið hæpið að nota óbeinar aðferðir eða samlíkingar til aldursákvörðunar jarðlaga. 58 JÖKULL, No. 42, 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.