Jökull


Jökull - 01.12.1992, Síða 67

Jökull - 01.12.1992, Síða 67
FJALLGÖNGUR Á SNÆFELL FYRR Á TÍÐ Helgi Hallgrímsson FYRSTA TILRAUN TIL UPPGÖNGU Talið er að það hafi verið Sveinn Pálsson læknir og náttúrufræðingur, sem fyrstur manna reyndi að ganga á Snæfellstind, 1794. Er söguleg frásögn af þeirri fjallgöngu í Ferðabók hans, 1. útg. bls. 382. Fylgdarmenn Sveins inn að Snæfelli voru tveir Fljótsdælingar, þeir Guttormur Pálsson, prests á Val- þjófsstað, Magnússonar , síðar prófastur í Vallanesi, °g Pétur Brynjólfsson læknis á Brekku. Þeir voru þá nngir og efnilegir menn um tvítugt. Átti Guttormur heima á Arnheiðarstöðum, en Pétur á Brekku. Pétur hafði fyrr um sumarið unnið það afrek af ”hnna Vatnajökulsveg" þ.e. færa reiðleið úr Fljótsdal eða J ökuldal til Suðurlands, og fékk fyrir það verðlaun stjórnvalda. Hann mun þá hafa verið manna kunnug- astur þarna á öræfunum. Hins vegar var Guttormur vel að sér í grasafræði, segir Sveinn. Þeir félagar fóru inn Norðurdal „þangað til að ekki yerður lengra komizt, vegna kletta og hamrafluga.“ Þá fóru þeir upp á fjallið og komust um kvöldið inn á Snæfellsnes og tjölduðu þar. Var þá komin sunnan átt °g ský niður í miðjar hlíðar á Snæfelli. Morguninn eftir var orðið strekkingshvasst (líklega af NV?) og komið skúraveður með slyddu á Snæfelli. Samt lögðu þeir félagar til uppgöngu á norðausturöxl fjallsins, og komust með herkjum upp að „jökulsnjón- um“. Síðan segir í dagbók Sveins: „En nú komst óveðrið í algleyming. Rokið sem var svo mikið, að það reif freðinn skara af snjónum °g þeytti honum framan í okkur, ásamt snjógusum °g haglhryðjum annað slagið, lagðist á eitt með bratta fjallsins og hálkunni á jökulsnjónum, til að banna okk- Ur uppgönguna. Loks fengum við komist upp á fyrsta hjallann norðan í fjallinu, og fengum við síðar vitn- eskju um, að það mundi (varlega áætlað) nema þriðj- ungi af allri hæð fjallsins. Þegar hér var komið var með öllu óhugsandi að komast hærra, ekki svo mjög vegna þokunnar, er náði alveg niður til okkar, held- ur veðurofsans, sem var svo harður, að við urðum að grafa okkur holu til að liggja í, svo við skyldum ekki kútveltast niður hlíðina, auk þess að hann svipti af mér nýrri baðmullamátthúfu (því að höttunum okkar urðum við að halda á í höndunum).“ Það verður ekki sagt, að fjallvætturinn hafi veitt þessum fyrstu ferðalöngum neitt sérlega blíðar mót- tökur. Það vantar bara þrumur og eldingartil að ímynd þrumuguðsins sé fullkomnuð. Sveinn játar sig sigrað- an, er hann ritar: „Veðrið fór síversnandi, svo við urðum að snúa aftur til tjaldsins, og gefa jafnframt upp alla von um að ná takmarkinu frekar en orðið var, þar sem við höfðum ekki nesti nema til tveggja daga. Snæfell er því fyrsta fjallið, sem ég hef ásett mér að ganga á, en orðið frá að hverfa.“ Þrátt fyrir þetta telur Sveinn sig „góðu bættan af förinni og fjallgöngunni, svo langt sem hún náði.“ Hann bar með sér loftvog og mældi loftþrýsting bæði við fjallsrætur og þangað sem þeir komust í fjallinu. Eftir því áætlaði hann að Snæfell væri 6600 dönsk fet eða um 2080 m og því hæsta fjall landsins „þangað til annað sannast.“ Um eðli fjallsins og jarðsögu segir hann: „í lausagrjótinu, sem er mjög svipað hér og á Heklu, eru mest megnis skorpusteinar, móberg (tuffa) og rauðir, litlir gjallsteinar, en auk þess dálítið af hraunkleprum... Sýnir það og sannar, ásamt hinni keilumynduðu lögun, að Snæfell er eldfjall. En hversu ævafornt hlýtur það ekki að vera, þar sem engin hraun eru í grennd við það í margra mílna fjarlægð? Hljóta þau vissulega að vera með öllu sokkin í jörð og að nokkru leyti molnuð í sundur. Væntanlega er þetta forna eldfjall í hópi þeirra sem hafa spúið fyrir þá tíð, er núverandi þurrlendi reis úr sænum. Allur efsti JÖKULL, No. 42, 1992 65
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.