Jökull


Jökull - 01.12.1992, Page 69

Jökull - 01.12.1992, Page 69
Hvergi var þoka eða skýhnoðri á loftinu, svo að sjá mátti yfir alla Norður-Múlasýslu og Suður-Múlasýslu, afstöðu af öllu, og suður í Lón; og suður yfir Ör- æfajökul sást ofan á auð fjöll, sem eru á að gizka í Fljótshverfi. Þetta er ljós vottur um, að Snæfell er hærra en Öræfajökull, þar sem svona sást til fjalla yfir hann. Margir hafa fyr og síðar talað um, að dalir mundu vera í Vatnajökli. Ekki get ég alveg synjað fyrir að svo sé, heldur var inn af Maríu-tungum, hér um bil í miðjum jöklinum, dæld mikil og lá til suðrs og norðrs. Klettar voru beggja vegna við dæld þessa, en hvergi sá ég auðnu, enda var það ekki vel að marka, því kíkir hafði ég ekki; en á loftinu upp yfir honum sýndist mér sem hann væri auður. Annan dal sá ég suður af Geldingafelli; hann er mjög grunnurog líklega gróðurl ítill, því snjór var undir hverri öldu í honum; jökulbrún er í báðum endum á honum. Syðri endi hans stefnir fram á Mýrar eða Suðursveit. Staddur á Vestdalseyri, 5. Okt. 1877. Guðmundur Snorrason frá Bessastaðagerði í Fljótsdal. Guðmundur þessi varð síðar bóndi í Fossgerði á Jökuldal 1884-1924, greindur maður og athugull um niargt, stundaði smíðar og verslun með búskapnum. Er sagt að hann flytti inn brennivín í ámum, beint frá útlöndum til Seyðisfjarðar, en þaðan heim í kút- um og seldi. (“Búkolla“). Hann var eftir þetta afrek gjarnan nefndur Guðmundur Snæfellsfari. Hann var kvæntur Álfheiði Þorsteinsdóttur frá Glúmsstöðum, moðursystur Björgvins Guðmundssonar tónskálds. könnunarferð fljótsdælinga 1880 Fljótsdælingar láta þó ekki hér við sitja. Þann 22. ágúst 1880 halda 8 menn úr Fljótsdal og Fram-Fellum mn að Snæfelli, og hafa loftþyngdarmæli meðferðis ” vera mætti að uppgönguveður fengist." Einn þeirra var Guttormur Vigfússon frá Arnheið- arstöðum, búfræðingur frá Stend í Noregi 1877, sem ritaði ferðalýsingu birta í Norðanfara 20. árg. (1-2), 18- nóv. 1880. Veturinn eftir var hann kennari við Nöðruvallaskóla, síðan í framhaldsnámi við Landbún- aðarháskólann í Kaupmannahöfn, og gerðist svo fyrsti skólastjóri hins nýstofnaða búnaðarskóla að Eiðum 1882, síðar bóndi í Geitagerði og alþingismaður um árabil. Guttormur segir ekki hverjir samferðamenn hans voru, en í dagbók Sölva Vigfússonar á Amheiðarstöð- um kemur fram, að það voru þessir menn: Þorvarð- ur Kjerúlf læknir og bóndi á Ormarsstöðum, Jóhann Frímann Jónsson sama stað, Andrés Jörgensson Kjer- úlf, faðir Þorvarðar læknis, bóndi á Melum, Brynj- ólfur Þórarinsson bóndi á Brekku, Ólafur Stefánsson bóndi í Hamborg, Baldvin snikkari (líklega Jóhann- esson, síðar bóndi í Stakkahlíð, Loðmundarfirði), auk þeirra bræðra, Guttorms og Sölva á Arnheiðarstöðum. Þar eð ferðasaga Guttorms er nú í fárra höndum, finnst mér rétt að birta hana hér í heilu lagi. Fyrirsögn greinarinnar í Norðanfara er: „Ferð upp á Vatnajökul“, sem hlýtur að vera misprentun. Eg hef bætt millifyr- irsögnum í greinina og skýringum við plöntunöfn o.fl. (Þessar skýringar eru innan homklofa). FERÐIN UPP Á FJALLIÐ - 22. ágúst riðum vjer nokkrir saman úr Fljóts- dal og Fellum innundir Snæfell, og höfðum með oss loptþyngdarmælir, ef vera mætti að uppgönguveður fengist. Að morgni hins 23. var þokukúfur á fellinu, og bið- um vjer framundir hádegi, ef þokunni ljetti, því suð- vestanblær og skin var hið neðra, og hvergi þokueimur það sem sást til Vatnajökuls. Er þetta hvorttveggjaör- uggt heiðríkjumerki hjer eystra, og því hjeldum vjer af stað, þótt þokunni ljetti eigi. Völdum vjer til uppgöngu röðul þann er veit til Hjeraðsins. Gekk allt greiðlega þar til er vjer komum upp á fall- jökulsveif þá, er liggur norðan í fellinu. Var þokunni þá að vísu mestri ljett; en nú tóku við gjár og sprungur, sumar hálffullar af vatni en sumar tómar, allur jökull- inn þakinn aurleðju, grjóti og fossandi smálækjum. Gekk ferðin því bæði hægt, er svo gætilega varð að fara, og krókótt, unz vjer komum efst upp í jökulkinn- ina, ofanvert við sveifina. Þar komum vjer að jökulgjá, er lá þvert fyrir allri sveifinni. Var enginn kostur að komast fyrir hana, því að öðru megin lá hún fram á þverhníptan hamar, en hinu megin ofan í jökulhengi. Gjá þessi var frá JÖKULL, No. 42, 1992 67
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.